Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Fisléttur og fantagóður fiskréttur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fiskur er afar hollur matur sem vert er að hafa á boðstólnum nokkrum sinnum í viku. Hér erum við með uppskrift að rétti sem fékk góðar viðtökur í tilraunaeldhúsi Gestgjafans enda er hann virkilega bragðgóður og einfaldur að gerð.

 

Skötuselur með chorizo og kryddjurtasmjöri

fyrir 4

800 g skötuselur
1 msk. ferskt rósmarín, saxað
2 msk. ferskur graslaukur, saxaður
4 msk. fersk steinselja, söxuð
150 g smjör
100 g chorizo-pylsa

Hitið ofninn í 200°C. Snyrtið skötuselinn, skerið himnuna af honum, skerið í jafnstóra bita og leggið í eldfast mót. Blandið kryddjurtunum saman við smjörið í matvinnsluvél. Takið ¼ af kryddsmjörinu frá til að bera fram með réttinum í lokin en jafnið hinu yfir fiskbitana. Setjið chorizopylsuna í matvinnsluvélina og látið hana ganga þar til pylsan er orðin að frekar fíngerðum mulningi.

Skiptið í jafna hluta og dreifið ofan á hvern fiskbita. Bakið í um 15 mín. eða þar til skötuselurinn er fulleldaður. Berið réttinn fram með blómkálsmús og bræddu kryddsmjöri sem var tekið frá í byrjun.

Blómkálsmús
1 grænmetisteningur
1 blómkálshöfuð
50 g smjör
salt og svartur pipar

- Auglýsing -

Sjóðið vatn í potti og setjið grænmetisteninginn út í. Skolið blómkálið vel og brjótið það niður í litlar greinar. Sjóðið það í vatninu í um það bil 5-10 mín. eða þar til það er orðið mjúkt. Hellið vatninu þá af, setjið blómkálið í matvinnsluvél með smjörinu og vinnið vel saman þar til úr verður mjúk og samfelld mús. Bragðbætið með salti og pipar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -