Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Flatbrauð með steiktum lauk, chili-sveppum og sesamsmjörssósu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér kemur uppskrift að dásamlegri pizzu sem er fljótlegt að gera og því hentar hún vel þegar tíminn er naumur og allir svangir eftir annasaman dag. Í uppskriftinni er gert ráð fyrir að pizzan sé bökuð á grilli en hana er auðvitað líka hægt að baka í ofni.

Flatbökudeig:
12 tommu flatbrauð

6 dl hveiti
2 ¾ tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
1 msk. ólífuolía
2.5 dl vatn

Álegg:

6 msk. olía
4 stk. laukur, sneiddur
1 tsk. sjávarsalt
3 portobello-sveppir, sneiddir
1 askja flúðasveppir, sneiddir
1 msk. hrísgrjónaedik
1 msk. sojasósa
1 msk. sambal oelek chili-mauk
3 dl gouda-ostur, eða annar ostur, rifinn
1 dl parmesanostur,rifinn
hnefafylli klettakál
2 msk. kaldpressuð ólífuolía

Setjið þurrefnin í hrærivélarskál með hnoðara. Setjið olíu og vatn saman við í skömmtum. Hrærið þar til deigið hættir að festast við hrærivélarskálina. Þetta tekur u.þ.b. 3-5 mín. Það má líka gera þetta í höndum. Setjið til hliðar. Hitið olíu á pönnu við meðalhita og setjið laukinn út á, steikið í 3-4 mín. án þess að hreyfa mikið við honum.

Snúið honum einu sinni til tvisvar og steikið áfram í um 5 mín. eða þar til hann hefur brúnast vel, saltið og takið af hitanum og setjið til hliðar. Hitið 2 msk. olíu á pönnu og steikið sveppina í 5 mín. með smávegis af salti. Bætið ediki, sojasósu og chili-mauki út á pönnuna og hrærið vel saman við sveppina, bragðbætið með salti og pipar, takið af hitanum. Fletjið deigið út.

- Auglýsing -

Hitið grillið á meðalhita og penslið grillgrindina með olíu. Passið að hafa hana hreina áður en þið byrjið. Gott er hafa áleggið við höndina svo ekki þurfi að fara frá grillinu á meðan að botninn grillast. Setjið botninn á grillið og eldið báðum megin í 2-3 mín. á hvorri hlið eða þar til góðar grillrendur hafa myndast.

Snúið botninum með töng. Takið botninn af grillinu og penslið með olíu, dreifið hluta af ostinum yfir, dreifið lauknum og sveppunum yfir ostinn og svo að síðustu afganginum af ostinum. Setjið aftur á grillið með lokið á þar til osturinn bráðnar eða í um 3-5 mín.  Takið af grillinu. Stráið t.d. klettakáli yfir og berið fram með sósunni.

Athugið að ef þið ætlið að baka pizzuna í ofni þá er gott að baka hana í 220° heitum ofni í um 10 mínútur eða þar til pizzan hefur fengið gylltan lit.

- Auglýsing -

Græn sesamsmjörsósa:

2 dl tahini-sesamsmjör
hnefafylli steinselja
safi úr einni sítrónu
1 dl ólífuolía
1 skalotlaukur
hnefafylli ferskt dill
2 hvítlauksgeirar
salt og pipar eftir smekk

Setjið öll innihaldsefni í blandara og látið vélina ganga í um eina mín. eða þar til sósan er orðin silkimjúk og græn. Bragðbætið með salti og pipar.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir og Nanna Teitsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Bergþóra Jónsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -