Dineout er ný vefsíða þar sem fólki gefst kostur á að panta borð á Netinu. Þjónustan er ný sinnar tegundar á Íslandi.
Þarna inni er fjöldinn allur af veitingastöðum á sama stað sem auðveldar viðskiptavininum að fá það sem hann vill. Hægt er að velja staðsetningu og hvernig mat fólk kýs, það upp koma valmöguleikar um veitingastaði og hvenær laust er á viðkomandi veitingastað. Svona síður eru þekktar víðsvegar um heiminn og þykja yfirleitt afar nútímalegar og handhægar.
Þeir sem standa að þjónustunni og reka dineout.is eru Inga Tinna Sigurðardóttir rekstrarfræðingur, Viktor Blöndal Pálsson forritari og hönnuður, Magnús Björn Sigurðsson rekstrarverkfræðingur og forritari, Gylfi Ásbjörnsson matreiðslumaður og Sindri Már Finnbogason.
Haldin var heilmikil opnunarhátíð vefsíðunnar Dineout.is á dögunum á Hótel Borg. Nánar um Dineout og fleiri myndir úr opnunarpartýinu í 7. tölublaði Gestgjafans.
Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun