Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Fróðleikur um ananas

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ananas er hitabeltisávöxtur en það var Jean de Léry sem uppgötvaði ávöxtinn á 16. öld í Suður- Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu. Ananas var fyrst fluttur til Bretlands og svo til Frakklands þar sem hann var ræktaður í gróðurhúsi og kynntur fyrir Lúðvík XV Frakklandskonungi í kringum árið 1733.

 

Ananas var dýr og sjaldgæfur í byrjun 20. aldar en er nú ræktaður víða um heim. Ekki eru mörg ár síðan ananas fór að fást ferskur hér á landi en hann var einkar vinsæll á 20. öldinni niðursoðinn í sykurlegi.

Til eru fjórar algengar tegundir af ananas en algengast er svokallað cayenne-afbrigði en það er safaríkt og mjög sætt. Ananas er tilbúinn til neyslu þegar hann er fremur þungur miðað við stærð og hefur sætan ananasilm. Einnig er gott ráð að athuga hvort blöðin á honum losna við minnsta átak, ef slíta þarf blöðin af er ávöxturinn líklega ekki fullþroskaður.

Ananas er viðkvæmur og skemmist auðveldlega því er best að neyta hans strax. Ananas geymist við stofuhita í u.þ.b. 1-2 daga en í ísskáp í 3-5 daga. Hægt er að frysta ananas en þá verður að skera hann og frysta hann, t.d. í sírópi.

Þennan dásamlega hitabeltisávöxt er hægt að nota í marga rétti en algengt er að hann sé notaður í framandi eftirrétti og í kökur og oft er hann eldaður með reyktu kjöti, oftast svínakjöti.

Ananas er tilvalinn ávöxtur á grillið, hann passar vel með kókos, kanil og möndlum svo fátt eitt sé nefnt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -