Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.6 C
Reykjavik

Fullkominn kvöldmatur á 30 mínútum – góður og ódýr

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frittata, sem er tegund af eggjakökur, er afar auðvelt og fljótlegt að elda og hún er sérstaklega heppileg þegar nota á afganga og hráefni sem er komið á síðasta snúning í kælinum. Það er því tilvalið að kíkja í ísskápinn eftir helgina og skoða hvað er til áður en hlaupið er út í búð. Gott er að bera fram salat með þessum rétti og einnig passar grísk jógúrtssósa vel með. 

Frittata með sveppum og spínati – 30 mín.
fyrir 4

2 msk. ólífuolía
10 g smjör
200 g sneiddir sveppir
1 tsk. salt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
¼ – ½ tsk. chili-flögur
2 hvítlauksgeirar, þrýst í gegnum pressu
125 g spínat
8 egg
40 g parmesan-ostur, rifinn
½ dl mjólk eða rjómi

Hitið ofn í 210°C. Hitið 1 msk. ólífuolíu og 10 g smjör í stórri pönnu sem setja má í ofn. Steikið sveppina og hreyfið þá reglulega til svo þeir eldist jafnt. Saltið og piprið með ½ tsk. af hvoru þegar sveppirnir eru byrjaðir að mýkjast og bætið chili-flögum og hvítlauk út á pönnuna. Hrærið saman og eldið þar til hvítlaukurinn fer að ilma. Bætið spínatinu saman við og eldið þar til það fer að dragast saman. Hækkið hitann undir pönnunni og látið vökvann sem myndast hefur gufa upp.

Takið pönnuna af hitanum. Hrærið saman eggjum, parmesan-osti og mjólk ásamt ½ tsk. af salti og ½ tsk. af pipar. Hrærið sveppablöndunni saman við eggjablönduna. Hitið 1 msk. ólífuolíu í pönnunni yfir meðalháum hita. Hellið eggjablöndunni í pönnuna þegar olían er orðin heit, snúið pönnunni lítillega til að eggjablandan þeki pönnuna jafnt yfir. Eldið yfir meðalháum hita og lyftið botninum á eggjakökunni á u.þ.b. mínútu fresti til að hrá eggjablandan renni ofan í botninn og eldist.

Gerið þetta 3-4 sinnum og hyljið síðan pönnuna með loki og lækkið hitann. Látið elda í 8-10 mín. en lyftið botninum á eggjakökunni af og til svo hún brenni ekki við. Setjið pönnuna inn í efsta þriðjung ofnsins til að klára að elda efsta lagið, u.þ.b. 2-3 mín. Látið kólna í 5 mín. áður en hún er borin fram. Berið t.d. fram með salsa-sósu, ristuðu brauði og/eða salati.

- Auglýsing -

Uppskrift/Nanna Teitsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -