Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Fusilli með grænkálspestói – góður kostur í miðri viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar elda á fljótlegan rétt í miðri viku eru margir sem kippa með sér þurrkuðu pasta úr búðinni enda er auðvelt að elda það og pastað býður upp á nánast endalausa möguleika.

 

Fusilli með grænkálspestói

fyrir 2-3

300 g fusilli-pasta (skrúfur)
1 dl pístasíuhnetur eða pekanhnetur
1 vöndur grænkál
1 hvítlauksgeiri
rifinn börkur af 1 sítrónu
30 g parmesanostur, rifinn
½ msk. gróft sjávarsalt
1 dl ólífuolía

Sjóðið pastað í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu, athugið hvort það sé tilbúið 2-3 mín. áður en suðutími er liðinn. Búið til pestó á meðan pastað sýður. Ristið hneturnar á pönnu og setjið í skálina á matvinnsluvél.

Sjóðið grænkálið í 1 mín., snöggkælið það í köldu vatni og vindið vökvann úr. Setjið kálið í matvinnsluvél ásamt hvítlauk, sítrónubörk, parmesanosti og grófu sjávarsalti. Kveikið á vélinni og hellið ólífuolíunni út í. Slökkvið á vélinni og smakkið, bragðbætið með salti og pipar ef þarf.

Hellið vatninu frá pastanu en takið frá 1 bolla af pastavatni. Blandið pastanu saman við pestóið, bætið við pastavatni ef þarf til að pestóið loði við pastað.

- Auglýsing -

Berið fram með parmesanosti og svörtum pipar.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -