Ameríkanar nota jafnan bolla og skeiðar til að mæla vökva og efni í föstu formi. Ef þið viljið frekar vigta geta þessar tölur hjálpað.
1 bolli smjör eða sykur = 8 únsur = 16 msk. = u.þ.b. 250 g
1 bolli hveiti = u.þ.b. 125 g
1 bolli flórsykur = 5 únsur = u.þ.b. 150 g
1 dl = 100 ml = tæplega 7 msk.
1 msk. = 15 ml 1 tsk. = 5 ml
Vog
1 pund (lb) = 454 g = 16 únsur (oz)
1 únsa (oz) = 28,35 g
Amerískar mælieiningar
1 bolli = 2,4 dl
1 pint, vökvi = 4,7 dl
1 pint, þurrefni = 5,5 dl
Enskar mælieiningar
1 bolli = 2,5 dl
Ofnhiti
Hægt er að reikna út ofnhita með eftirfarandi formúlum en hér er einnig tafla sem auðveldara er að fara eftir. Athugið að ofnar misjafnir og nauðsynlegt er að læra á hitann í hverjum ofni fyrir sig. Þegar eldað eða bakað er í ofni með blæstri er ráðlegt að lækka hitann um 15-20°C miðað við uppgefinn hita í venjulegum ofni.
Að breyta fahrenheit í celcíus
Dragið 32 frá uppgefnu hitastigi á Fahrenheit, margfaldið þá tölu með 5 og deilið í með 9.
Að breyta celcíus í fahrenheit
Margfaldið uppgefið hitastig á Celcíus með 9, deilið í þá tölu með 5 og bætið 32 við.
Hér eru svo tvær góðar vefsíður þar sem boðið er upp á að umbreita mælieiningum: Convert-me.com og thecalculatorsite.com.