Hér kemur uppskrift að dásamlegri gamaldags brúnköku með rúsínum og kanil sem fyllir húsið af yndislegum ilmi.
Brúnkaka með kanil.
12 sneiðar
250 g smjör, mjúkt
320 g púðursykur
2 egg
500 g hveiti
1 tsk. matarsódi
2 tsk. kanill
2 tsk. negull
200 g rúsínur
2 ½ dl mjólk
Hitið ofninn í 175°C. Setjið bökunarpappír í botn og upp með hliðum á 25 cm löngu jólakökuformi.
Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjum út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel saman.
Blandið hveiti, matarsóda, kanil og negul saman og bætið út í deigið ásamt rúsínum og mjólk, hrærið allt vel saman. Hellið deiginu í formið og sléttið ofan á.
Bakið kökuna í klukkustund og látið hana kólna aðeins í forminu áður en þið losið hana. Kakan geymist í viku í loftþéttum umbúðum. Má frysta.
Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Myndir / Karl Petersson