Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Gestgjafinn – nýtt haustblað komið í verslanir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestgjafinn er kominn út ferskur og fallegur að vanda. Blaðið er innihaldsríkt og áhugavert með fullt af spennandi efni um mat, vín og ferðalög.

 

Haustlegar áherslur eru í blaðinu og í því finna má notalega og nærandi rétti. Svo sem gómsætt lasange og frábæra og nýstárlega risotto-rétti en uppskriftirnar að þeim eru afar nákvæmar svo allir ættu að geta lært að elda gott risotto.

Nokkrir einfaldir og sniðugir réttir í klúbbana eru meðal efnis og svo er að finna afar bragðgott og lekkert sætmeti út hvítu súkkulaði og hindberjum sem hentar vel í samkomur.

Lítil hamborgarabrauð eru sniðug í klúbba og veislur og í blaðinu er einmitt að finna afar skýra og góða uppskrift í skrefum að einni slíkri.

Í blaðinu er að finna nákvæma uppskrift að litlum hamborgarabrauðum. Mynd / Hákon Davíð

Í blaðinu er að finna skemmtilegt matarboð þar sem líklega var meira sungið en borðað en það voru söngvararnir í Brúðkaupi Fígarós sem Íslenska óperan setur á svið sem að því stóðu.

Á ferðasíðunum er að finna veitingastaði og sælkeraverslanir í Barcelona og London. Þá fjallar Dominique meðal annars um sótspor víns og eldfjallavín á vínsíðunum.

- Auglýsing -

Þetta og margt fleira áhugavert er að finna í septemberblaði Gestgjafans.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -