Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Góð ráð sem koma í veg fyrir að þú klúðrir grillmatnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grillklúður stafa oft af því að eldunartími hvers hráefnis fyrir sig er ekki sá sami. Það lítur fallega út að setja kjöt, paprikur, lauk og sveppi saman á spjót en þessi hráefni þurfa mislangan tíma á grillinu og jafnvel mismikinn hita. Einfaldast er að hafa kjötið sér á spjóti og grænmetið sér á spjóti og jafnvel má hafa bara sveppi á einu spjóti, bara paprikur á öðru o.s.frv.

Snúið matnum helst aðeins einu sinni á grillinu.

Ekki stinga í kjötið með gaffli til að snúa því, það opnar kjötið og hleypir út gómsætum safanum. Notið frekar tengur.

Penslið heita grindina með olíu áður en byrjað er að grilla.

Ef gleymst hefur að þrífa grillið eftir síðasta skipti er best að kveikja upp í grillinu og láta grindina hitna vel svo leifarnar brenni á henni. Burstið svo brunnar leifarnar af með löngum vírbursta.

Blandið aldrei saman hráu og elduðu. Setjið matinn aldrei aftur í sama fatið eftir að búið er að grilla hann.

Salt og pipar eru gríðarlega mikilvæg þegar kemur grillmat en salt dregur vökvann úr hráefninu og því ætti aldrei að salta mat fyrir grillun heldur eftirá.

- Auglýsing -

Þegar kjöt er þurrkryddað er gott að skera grunnar rákir ofan í það áður en kryddblöndunni er nuddað á því þá nær kryddbragðið lengra inn í kjötið. Þegar kjúklingur er kryddaður á þennan hátt er gott að setja kryddblönduna bæði innundir skinnið og utan á.

Þegar grillað er á kolagrilli er best að kveikja upp í grillinu 30-40 mín. áður en byrjað er að grilla. Það gefur kolunum tíma til að ná réttum hita.

Það er gríðarlega mikilvægt að forhita grillið vel áður en maturinn er settur á það. Vel heppnuð grillun felst í því að steikja ysta lag hráefnisins hratt og mynda þannig bragðmikla skorpu utan um safaríka miðju. Ef grillið er ekki nógu heitt er hætt við að kjötið verði seigt, þurrt og bragðdauft.

- Auglýsing -

Gasgrill þurfa 10-15 mín. til að hita upp hraungrjótið ef það er til staðar.

Þegar verið er að grilla þarf oft að hafa hraðar hendur og þess vegna er best að hafa allt sem þarf við höndina frá upphafi, t.d. tengur, spaða, kryddlög til að pensla með, salt, pipar o.s.frv.

Ekki freistast til að færa eða fikta í mat fyrstu mínúturnar sem hann er á grillinu. Flest hráefni festist við grillgrindina fyrstu mínúturnar en þegar skorpan hefur myndast er ekkert mál að snúa matnum við.

Ekki ofhlaða á grillgrindina. Ef of mikill matur er settur á grillið í einu er hætt við að maturinn verði frekar blautur en stökkur.

Athugið reglulega hvort maturinn er tilbúinn og byrjið að athuga nokkrum mínútum áður en maturinn ætti að vera tilbúinn. Það verður ekki aftur snúið ef steikin er orðin ofelduð.

Ekki yfirgefa svæðið. Matur er fljótur að eldast yfir heitum logunum og einnig er alltaf möguleiki á því að slys eigi sér stað í kringum sjóðandi heitt grillið.

Hreinsið grillið eftir hverja notkun. Hrein grillgrind kemur í veg fyrir að maturinn festist. Ef grillgrindin er þakin brenndum matarleifum er hætt við að nýi maturinn beri bragð af þeim gamla auk þess sem hann verður sótugri. Burstið grindina með stífum vírbursta á meðan hún er enn heit.

Umsjón / Guðrún Vaka Helgadóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -