Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Gömlu góðu súpurnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einfaldir réttir sem öllum finnst góðir.

Á mínu æskuheimili var gjarnan aspassúpa í forrétt á aðfangadagskvöld og var þá borið nýbakað brauð með. Ég hafði það hlutverk þennan dag að útvega brauðið, snittubrauð, sem var búið að panta í hverfisbakaríinu og fannst mér það mikilvægt verkefni. Sumir eru að stíga sín fyrstu skref í að skapa jólahefðirnar og uppbökuð súpa er réttur sem einfalt er að laga og öllum finnst góður. Súpa er líka góður kostur sem forréttur þegar veislan er stór.

Aspassúpa gæti verið málið á aðfangadagskvöld.

ASPASSÚPA

fyrir 6

30 g smjör

3 msk. hveiti

12 dl grænmetis- eða kjúklingasoð

- Auglýsing -

2 aspasdósir ( u.þ.b. 600 g samtals)

salt eftir smekk

pipar eftir smekk

- Auglýsing -

2 dl rjómi, þeyttur

2 msk. söxuð steinselja (má sleppa)

Bræðið smjör í potti, hrærið hveiti út í þar til úr verður smjörbolla og þynnið síðan út með soðinu. Byrjið að setja 1 dl af soðinu og síðan smátt og smátt svo súpan verði vel samlöguð og fari ekki í kekki, bætið soðinu af aspasnum út í í restina. Sjóðið súpuna í 3-5 mín., bætið þá aspas út í og látið allt sjóða saman við vægan hita í 4-5 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið súpunni í diska og setjið rjómatopp á hvern disk. Fallegt er að skreyta ofan á með steinselju.

Ef ferskur aspas er notaður í súpuna í staðinn fyrir aspas úr dós þá er neðsti hlutinn af stönglinum flysjaður létt, aspasinn skorinn í bita og soðinn í soðinu í nokkrar mínútur á sama hátt og gert er í blómkálssúpunni.

BLÓMKÁLSSÚPA

fyrir 4

Nota má sömu aðferð við að gera spergilkálssúpu.

1 stórt blómkálshöfuð, skorið í 4 hluta

12 dl grænmetis- eða kjúklingasoð

30 g smjör

3 msk. hveiti

salt eftir smekk

pipar eftir smekk

2 dl rjómi, þeyttur

2 msk. söxuð steinselja (má sleppa)

Sjóðið blómkálið í soðinu þar til það er næstum meyrt. Sigtið soðið frá og geymið. Skiptið blómkálsbitunum í greinar í munnbitastærð. Bræðið smjör í potti, hrærið hveiti út í þar til úr verður smjörbolla og þynnið síðan út með kjötsoðinu. Byrjið að setja 1 dl af soðinu og síðan smátt og smátt svo súpan verði vel samlöguð og fari ekki í kekki. Sjóðið súpuna í 3-5 mín. og bætið síðan blómkáli út í og látið sjóða aðeins áfram. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið súpunni í diska og setjið rjómatopp á hvern disk. Fallegt er að skreyta ofan á rjómann með steinselju eða tímíangrein.

BRAUÐBOLLUR

24 stk.

Blómkálssúpa og brauðbollur er fyrirtaks máltíð.

500 g hveiti

1 tsk. salt

1 tsk. sykur

100 g smjör

½ pk. þurrger

3 dl mjólk

1 egg

Blandið hveiti, salti og sykri saman í skál og myljið smjörið í blönduna. Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg og stráið þurrgerinu úr í, látið standa í 2-3 mín. Sláið eggið út í mjólkurblönduna og hellið þessu síðan út í hveitið. Hnoðið saman í sprungulaust deig. Látið deigið í skál og látið lyfta sér á hlýjum stað, undir klút eða plastfilmu, í 30 mín. Hnoðið deigið á ný og skiptið í tvo hluta. Rúllið hvorn hluta í pylsu og skiptið í 12-14 bita. Hnoðið bollur og raðið á ofnplötur. Látið lyfta sér aftur í 30 mín. og penslið með eggi eða mjólk. Hitið ofninn í 225°C. Bakið bollurnar í 10-15 mín. Má frysta og hita upp aftur við 100°C. Í 10-15 mín.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -