Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Gómsæt og girnileg ostakaka með vínberjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í botninn á þessari dásamlegu ostaköku eru notaðar litlar amaretto-kökur sem gefa henni sparilegt marsipanbragð. Það er auðvitað hægt að nota annað kex, t.d. grahams-kex eða kanilkex en við mælum með að prófa Amarettini ef þið getið nálgast þær. Eins fæst frá sama framleiðanda litlar biscotti-kökur (Cantuccini) sem einnig ganga vel í botninn.

 

Ostakaka með vínberjum
12-14 sneiðar

botn:

200 g (1 pk.) Amarettini-kökur frá Piacelli
50 g heslihnetuflögur
100 g brætt smjör
örlítið salt

Setjið allt saman í matvinnsluvél og látið hana ganga í stuttum slögum þar til allt er vel samlagað. Smyrjið 22-24 cm smelluform með smjöri og setjið smjörpappír í botninn. Þrýtið blöndunni vel í botninn og upp með hliðunum. Setjið formið í kæli á meðan fyllingin er útbúin.

fylling:

350 g rjómaostur
250 g mascarpone-ostur
2 dl sykur
150 g 10% sýrður rjómi
2 tsk. vanilluduft
3 stór egg
1 dl hveiti

- Auglýsing -

Hitið ofn í 140°C. Hrærið saman rjómost, mascarpone-ost og sykur, bætið sýrðum rjóma og vanilludufti saman við og hrærið þar til allt er vel samlagað.

Setjið egg út í eitt í einu og hrærið vel á milli. Setjið að lokum hveiti saman við og blandið vel. Hellið fyllingunni yfir botninn og bakið í 1 klst.

Slökkvið þá á ofninum og látið kökuna kólna alveg inni í honum áður en hún er sett í kæli, gjarnan yfir nótt.

- Auglýsing -

ofan á:

400-500 g blá eða rauð steinlaus vínber, skorin í tvennt
safi úr 1 lítilli sítrónu
1 msk. hunang
2 dl rjómi, þeyttur
börkur af 1 límónu (má sleppa)

Blandið saman vínberjum, sítrónusafa og hunangi og látið liggja í a.m.k. 1 klst. Sigtið þá safann frá berjunum og setjið hann í lítinn pott. Sjóðið vökvann niður í síróp og blandið aftur saman við berin.

Setjið þeyttan rjóma ofan á kökuna og síðan vínberin yfir. Skreytið með límónuberki ef vill.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -