Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Græn linsubaunaídýfa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Linsubaunir hafa ávallt verið ódýr matur og héldu lífi í bændum og fátækari stéttum fólks í Evrópu. Þær eru einstaklega næringargóðar, orkuríkar og góð uppspretta trefja, fólats og járns. Ólíkt þurrkuðum baunum þarf ekki að láta linsubaunirnar liggja í bleyti. Gott er samt að skola þær fyrst og róta í gegnum þær ef það skyldu leynast smásteinar í pokanum.

Græn linsubaunaídýfa
200 g rauðar linsubaunir
1 bakki kóríander, lauf og stilkar
20 g pístasíukjarnar
3 msk. ólífuolía
3 msk. límónusafi
salt og pipar eftir smekk

Sjóðið linsubaunirnar upp úr 1,5 lítra af vatni þar til þær hafa eldast í gegn og eru orðnar mjúkar, u.þ.b. 20-30 mín. Hellið vatninu frá og maukið í matvinnsluvél ásamt kóríander, pístasíuhnetum og kummin. Þegar allt er orðið að grófu mauki, hellið þá ólífuolíunni og límónusafanum í mjórri bunu saman við. Maukið í vélinni þar til allt er orðið kekkjalaust. Bragðbætið með salti og pipar, bætið við meiri límónusafa ef þarf.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -