Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Grænmetisbaka sem hentar vel í kvöldmatinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér er ein virkilega góð grænmetisbaka sem sló í gegn í tilraunaeldhúsi Gestgjafans.

 

Möguleikarnir eru endalausir bæði í degi og fyllingu þegar bökur eru gerðar en algengustu innihaldsefnin í deiginu eru hveiti, smjör, salt og vatn og/eða egg.

Bökur eru tilvaldar í veislur en henta líka vel sem kvöldmatur með góðu salati. Þeir sem ekki treysta sér til að gera deig eða hafa lítinn tíma geta keypt tilbúið bökudeig úti í búð. Þegar kemur að fyllingunni er um það gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og nota alls konar afganga ásamt eggjum og osti.

 

Tómat- og basilíkubaka

6-8 sneiðar

200 g hveiti
½ tsk. salt
70 g smjör
4 msk. vatn

- Auglýsing -

Hnoðið allt hráefnið sama í deig. Fletjið út og setjið í bökuform. Komið fargi fyrir á deigbotninn og bakið í 30 mín. Setjið til hliðar.

Ofan á
1 msk. dijon-sinnep
1 stk. hvítlauksostur frá MS, rifinn
100 g rjómaostur
hnefafylli fersk basilíka
1 tsk. sjávarsalt
nýmalaður pipar eftir smekk
2 msk. balsamedik
1 laukur, saxaður
1 tsk. hunang
2 öskjur sólskinstómatar eða
kirsuberjatómatar
2 tsk. tímían, þurrkað
1 msk. ólífuolía

Smyrjið dijon-sinnepi á botninn. Blandið ostategundunum saman í skál ásamt ásamt basilíku, salti, pipar, balsamediki, lauk og hunangi, þetta má gera með píski eða í hrærivél. Raðið tómötunum heilum og í sneiðum ofan á bökuna, kryddið með tímíani og sáldrið ólífuolíu yfir. Bakið í 40 mín. Stráið saxaðri basilíku yfir bökuna fyrir framreiðslu.

- Auglýsing -

Athugið:

Þegar bökubotn er bakaður er gott að setja farg ofan á deigið svo botninn haldi lögun sinni og auðveldara sé að setja fyllingu í hann. Gott er þá að notast við hráar baunir eða hrísgrjón. Smjörpappír er settur á milli deigsins og fargsins og svo er botninn bakaður. Smjörpappírinn er nauðsynlegur svo fargið klessist ekki ofan í deigið.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -