Margir halda að risotto sé tímafrekur og flókinn réttur en hann er raun sáraeinfaldur í eldun, það eina sem þarf er smávegis tími og örlítil æfing. Hér kemur uppskrift að geggjuðu spínat-risotto með edamame-baunum og geitaosti.
Spínat-risotto með edamame-baunum og geitaosti
Fyrir 2
1 laukur, fínt saxaður
140 g arborio-grjón
500 ml grænmetis- eða kjúklingasoð
250 g frosnar edamame-baunir eða grænar ertur
2 hnefafylli spínat
nýmalaður svartur pipar
rifinn parmesanostur, til að bera fram
100 g geitaostur
söxuð steinselja, til að bera fram
Hitið 2 msk. af olíu á djúpri stórri pönnu á miðlungshita. Steikið laukinn í 1-2 mín.,
bætið hrísgrjónum saman við, eldið í 1 mín. og hrærið í allan tímann. Bætið 150 ml af
soði sama við hrísgrjónin og eldið þar til hrísgrjónin hafa dregið í sig soðið, hafið pönnuna á miðlungsháum hita. Endurtakið ferlið þar til soðið er búið og hrísgrjónin eru al dente.
Á meðan hrísgrjónin eru að eldast sjóðið baunirnar í 1 mín. og sigtið síðan frá vatninu. Setjið helminginn af baununum í blandara eða matvinnsluvél ásamt spínatinu og maukið saman þar til allt hefur samlagast vel. Setjið blönduna saman við hrísgrjónin á pönnunni ásamt restinni af baununum og hrærið saman. Eldið í 3 mín. eða þar til risottoið hefur þykknað og allt hefur samlagast vel. Bragðbætið með nýmöluðum svörtum pipar og rifnum parmesanosti.
Setjið risottoið á fat eða diska og myljið geitaostinn yfir ásamt saxaðri steinselju.
Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson
Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.