Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Gratíneraðar crépes-pönnukökur með sætum kartöflum, brokkólí og furuhnetum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkert jafnast á við upprúllaðar íslenskar pönnukökur með sykri þótt sumum finnist kannski betra að hafa þær með rjóma og sultu. En það er líka gaman að kynnast nýjum aðferðum og baka úr öðrum mjöltegundum. Hérna sjáum við pönnukökur í svolítið nýjum búning. Þetta er mjög góður ofnréttur sem hentar vel fyrir alla fjölskylduna með góðu salati og t.d. hrísgrjónum.

Gratíneraðar crépes-pönnukökur með sætum kartöflum, brokkólí og furuhnetum

fyrir 5-6

CRÊPES-DEIG

130 g hveiti
½ tsk. salt
240 ml mjólk
1 msk. smjör, bráðið
2 egg
olía til að smyrja pönnuna með

Blandið hveiti og salti saman og bætið svo mjólk, smjöri og eggjum saman við og hrærið vel í mjúka soppu. Deigið á að vera vel þunnt. Látið deigið standa í ½ tíma. Bætið smávegis vatni saman við áður en byrjað er að steika ef deigið hefur þykknað við að standa. Setjið smávegis olíu á venjulega pönnukökupönnu eða crêpes-pönnu og steikið þunnar pönnukökur.

FYLLING

- Auglýsing -

1 meðalstór sæt kartafla
1 msk. ólífuolía
salt og pipar
1 rauðlaukur, saxaður
2 hvítlaukrif
1 meðalstórt brokkólíhöfuð
1 lítil dós kotasæla
1 msk. tómatmauk
2 tsk. kóríanderduft
½ tsk. chili-flögur
70 g parmesanostur, rifinn
50 g furuhnetur, ristaðar
1 dl rjómi

Hitið ofninn í 220°C. Skerið sætu kartöfluna í teninga, bragðbætið með salti og pipar og blandið ólífuolíunni saman við. Bakið í 20-25 mín. eða þar til teningarnir eru eldaðir í gegn.
Setjið til hliðar. Steikið laukinn upp úr olíu þar til hann fer aðeins að brúnast eða í 4-5 mín., setjið hvítlaukinn saman við síðustu 2 mín., takið af hitanum. Blandið öllu sem á að fara í fyllinguna en skiljið helminginn eftir af parmesanostinum og bætið lauknum saman við ásamt sætu kartöfluteningunum. Setjið fyllinguna í pönnukökurnar og rúllið upp, setjið í eldfast mót og hellið sósunni yfir. Setjið afganginn af parmesanostinum yfir allt saman, einnig má nota annan rifinn ost ef vill.

BECHAMEL-SÓSA

- Auglýsing -

50 g smjör
2 msk. hveiti
400 ml mjólk eða eftir þörfum
1 tsk. múskat
½ tsk. pipar
1 tsk. salt

Bræðið smjörið í potti, hrærið hveitinu saman við og bætið mjólkinni í skömmtum út í. Setjið múskat, pipar og salt saman við. Látið sósuna sjóða í nokkrar mínútur við vægan hita. Takið af hitanum.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -