Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Grillað romain-salat með brauðteningum, bökuðum tómötum og kjúklingi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Salöt bjóða upp á endalausa möguleika og geta verið mjög saðsöm ef haft er í huga að hafa hráefni úr öllum fæðuflokkum svo sem prótín, trefjar og góða fitu. Fyrir þetta salat er gott að eiga grillpönnu en einnig er hægt að nota útigrill.

Grillað romain-salat

Sítrónu-salatsósa

1 sítróna
1 söltuð sítróna (preserved lemon)
skorin í tvennt og í þunnar sneiðar,
steinar fjarlægðir (má sleppa)
1 hvítlauksgeiri, fínt saxaður eða pressaður
1 skalotlaukur (um 15 g) fínt saxaður
75 ml ólífuolía
½ tsk. hlynsíróp
¼ tsk. sjávarsalt
½ tsk. nýmalaður svartur pipar

Afhýðið sítrónuna og skerið laufin úr sítrónunni með fram kjarnanum. Skerið laufin úr sítrónunni gróflega niður og setjið í skál ásamt vökvanum af skurðarbrettinu. Bætið við söltuðu sítrónunni, hvítlauknum, skalotlauknum, ólífuolíu, hlynsírópi, ¼ tsk. af salti og ½ tsk. af nýmöluðum svörtum pipar. Hrærið allt vel saman og setjið til hliðar.

Grillað salat

kjúklingalundir um 300-400 g
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt eða pressaðir
2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
4 msk. ólífuolía
4 sneiðar gott brauð, um 160 g
12 kokteiltómatar, skornir í tvennt. Hægt að nota mismunandi tegundir af tómötum
4 greinar tímían, laufin tekin af og söxuð smátt
2 hausar romain-salat, ystu salatblöðin fjarlægð og salathausarnir skornir í tvennt langsum
60 g parmesanostur, skorinn í sneiðar með skrælara

- Auglýsing -

Hitið ofn í 180°C. Setjið kjúklingalundirnar í skál með hvítlauk, 2 msk. ólífuolíu, 1 tsk. sjávarsalti og ½ tsk. pipar, blandið öllu vel saman.

Hitið pönnu á háum hita og steikið kjúklingalundirnar í um 10-12 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Setjið kjúklinginn til hliðar. Rífið brauðið gróflega niður og setjið í eldfast mót. Hellið 1 msk. af ólífuolíu út á brauðið og nuddið olíunni vel inn í brauðið. Bakið í ofni í 10-12 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Gott er að hræra af og til í brauðinu.

Takið úr ofninum og látið brauðteningana kólna. Setjið kokteiltómatana í eldfast mót með 1 msk. af ólífuolíu, tímían og 1 tsk. af sjávarsalti. Bakið tómatana í um 8-10 mínútur. Hér er hægt að baka brauðteninga og tómata á sama tíma til þess að flýta fyrir. Hitið grillpönnu á háum hita og setjið romain-salatið í skál með 1 msk. af ólífuolíu og ¼ tsk. af sjávarsalti. Steikið salatið í um 30 sek. á hvorri hlið, passið að pannan sé rjúkandi heit.

- Auglýsing -

Setjið salatið á stóran disk eða fat og dreifið restinni af hráefninu yfir salatið. Berið fram með sítrónu-salatsósu.

Umsjón/ Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti/ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir/ Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -