Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Gróft hrökkbrauð sem bragð er af

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Er ekki tilvalið að dunda sér í eldhúsinu þegar veðrið er vont? Hér kemur uppskrift að grófu hrökkbrauð sem bragðast vel með t.d. osti og agúrku eða hummus og papriku. Fullkomið millimál.

Hrökkbrauð

2 dl rúgmjöl
2 dl fínt spelt
4 dl gróft haframjöl
1 ½ dl sólblómafræ
½ dl graskersfræ
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 tsk. salt
5 dl vatn

Hitið ofn í 160°C. Blandið öllu saman í skál og látið standa í nokkrar mín. þar til þurrefnin hafa dregið í sig vatnið. Setjið helminginn af deiginu á milli tveggja arka af bökunarpappír og fletjið mjög þunnt út. Skerið í bita með pítsuskera. Endurtakið með restina af deiginu og bakið báðar plöturnar í 50-60 mín. Skiptið þá um stað á plötunum og bakið áfram í 50-60 mín.

Athugið að ef bökunarpappírinn vill festast við hrökkbrauðið er gott að snúa örkinni á hvolf (kexið niður) og setja rakt viskustykki ofan á pappírinn í nokkrar mín. Látið hrökkbrauðið kólna alveg og geymið í lokuðu boxi.

Umsjón/stílisti / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -