Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Hægeldaðir lambaskankar á kartöflumúsarbeði með rótargrænmeti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gómsæt uppskrift sem henta vel í matarboð á haustlegum og notalegum nótum.

Þegar matseðill er settur saman er gott að passa upp á að ekki þurfi að elda alla réttina á sama tíma t.d. að allt sé steikt á pönnu eða allt eldað í ofni og uppgötva svo að ekki er nægt pláss í ofninum á ögurstundu.  Hægeldaðir réttir, eins og lambaskankarnir, eru sérstaklega heppilegir í matarboð því þá er nánast hægt að gleyma aðalréttinum í ofninum á meðan forréttur og eftirréttur eru útbúnir. Vertu með fordrykk og lystauka, það gefur tóninn fyrir kvöldið og eykur á stemninguna. Dúkaðu borðið fallega, skreyttu með blómum og kveiktu á kertum og síðast en ekki síst settu góða tónlist á fóninn!

Lambaskankar með grænmeti og kartöflumús

fyrir 4-6

Þegar eldaðir eru skankar er gott að nota stóran pottjárnspott eða steikarpott með loki. Ef slíkur gripur er ekki til á heimilinu er hægt að brúna kjötið og steikja grænmetið fyrst á pönnu, setja síðan allt saman í djúpt eldfast form og loka vel með álpappír.

3 tsk. fenníkufræ

2 tsk. kumminfræ

- Auglýsing -

2 tsk. engiferduft

1-2 msk. ólífuolía

4 lambaskankar

- Auglýsing -

gróft sjávarsalt

nýmalaður svartur pipar

1-2 msk. olía til steikingar

10 rauðir perlulaukar, afhýddir

8 gulrætur, skornar gróft

3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir

1 kanilstöng

4 dl kjötsoð

1 dl rauðvín

½-1 tsk. chili-flögur

börkur af ½ sítrónu

gróft sjávarsalt

nýmalaður svartur pipar

Hitið ofn í 120°C. Ristið fenníkufræ og kumminfræ á pönnu. Blandið saman við engiferduft og olíu. Makið blöndunni á skankana og látið standa í góða stund (jafnvel í kæli yfir nótt). Hitið olíu í stórum potti sem má fara í ofn. Stráið salti og pipar á skankana og brúnið þá á pönnunni. Takið þá af og setjið lauk, gulrætur og kanilstöng út á og steikið í nokkrar mín. Bætið hvítlauk saman við og steikið áfram í 1-2 mín. Setjið þá skankana aftur í pottinn ásamt restinni af hráefninu. Bætið salti og pipar út í eftir smekk. Setjið lok á pottinn og eldið í u.þ.b. 4 klst.

Takið skankana varlega upp úr pottinum og sigtið soðið í pott. Þykkið það með sósujafnara og bragðbætið með rauðvíni, salti og pipar og gjarnan slettu af hunangi. Berið skankana fram með kartöflumús, grænmetinu úr pottinum og sósunni.

Kartöflu- og sellerírótarmús

u.þ.b. 700 g kartöflur

½ stk. sellerírót

1-2 hvítlauksgeirar, afhýddir

gróft sjávarsalt

nýmalaður svartur pipar

3-4 msk. smjör

80 g fetaostur, mulinn

hnefafylli steinselja

½-1 dl mjólk/rjómi ef þarf

Afhýðið kartöflur og skerið í grófa bita ef þær eru stórar. Afhýðið sellerírót og skerið í álíka stóra bita og kartöflurnar. Sjóðið kartöflur, sellerírót og hvítlauksgeira í saltvatni þar til kartöflurnar og rótin eru soðin í gegn. Sigtið vatnið frá, bætið gjarnan meira salti við ásamt svörtum pipar og smjöri. Stappið saman og setjið fetaost út í ásamt steinselju. Bragðbætið með salti og pipar eins og þarf og þynnið með rjóma eða mjólk ef þörf er á.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -