Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

Halloumi-ostur – góður í næstum hvað sem er

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halloumi-osturinn er upprunninn á Kýpur en hann er hvítur, unninn úr blöndu af geita- og kúamjólk, bragðmildur og ekki ólíkur mozzarella en fastari í sér. Hann haggast lítið þegar hann er grillaður eða steiktur og brúnast vel, sem gerir hann spennandi í forrétti og salöt.

Passið að salta hann ekki mikið, osturinn er vel saltur og gott að smakka fyrst og salta eftir á.

Halloumi-bögglar

forréttur fyrir 4

1-2 eggaldin, skorin í sneiðar, langsum (fer eftir stærð)

4 msk. olía

225 g halloumi-ostur

- Auglýsing -

20 g klettakál

2 dl góð tómatsósa, ég notaði trufflu-tómatsósu frá Stonewall

Hitið ofninn í 180°C. Raðið eggaldinsneiðum í ofnskúffu og penslið með olíu. Bakið í 15-20 mín. eða þar til þær eru farnar að taka lit. Þið getið líka bara grillað þær ef það hentar betur. Skerið ostinn í átta sneiðar og steikið hann í olíu á pönnu eða grillið. Takið sneið af eggaldini og leggið sneið af steiktum halloumi-osti á miðjuna, setjið 2 msk. af tómatsósu og svolítið klettakál yfir allt saman, lokið þessu með því að leggja eggaldinsneiðina saman sitthvorum megin, þannig að þetta verði eins og böggull. Raðið þessu í ofnskúffu og bakið þar til þetta er heitt í gegn.

- Auglýsing -
Mynd/Ernir Eyjólfsson

Halloumi með kúrbít og fersku fennel

fyrir 4

1-2 kúrbítar

3 msk. olía

1 sítróna, safinn

2 stk. ferskt fennel

fersk myntublöð, eða 2 stilkar steinselja, saxaðir

salt og nýmalaður pipar

225 g halloumi-ostur, skorinn í sneiðar

½ granatepli

80 g furuhnetur

½ sítróna

Sneiðið kúrbítinn langsum, mjög þunnt, gott að nota mandólín. Penslið með olíu og grillið á heitu grilli eða steikið á grillpönnu. Setjið í skál og dreypið sítrónusafa og 2 msk. af olíu yfir.

Farið eins að við fennelið en það þarf ekki að skera það eins þunnt.

Grillið ostinn síðan á heitu grilli þar til hann verður gullinn á báðum hliðum. Ef þið eruð ekki með grill er líka gott að steikja hann upp úr olíunni á pönnu. Setjið kúrbítinn í miðjuna á fati, raðið fennel í kringum hann og raðið ostinum yfir. Hellið salatsósunni yfir og stráið granateplafræjum og furuhnetum yfir. Gott er að kreista safa úr ½ sítrónu yfir allt saman.

Salatsósa

3 msk. olía

1 msk. rauðvínsedik

1 hvítlauksgeiri, marinn

½ tsk. salt

2 msk. fersk steinselja

salt og pipar

Hristið allt saman.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -