Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Haustlegir pottréttir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pottréttir eru þægilegur og góður matur. Ekki missa kjarkinn þótt hráefnislistinn í uppskriftinni sé stundum langur, eldunin er yfirleitt einföld og oft er bara notaður einn pottur. Það má líka gera stóra skammta og geyma til næsta dags því pottréttir eru jafnvel betri daginn eftir. Gott er að hafa í huga að því lengur sem pottréttir fá að malla við vægan hita, því betri verða þeir.

Mynd / Kristinn Magnússon

Kjúklingapottréttur með sveskjum
fyrir 6

12-14 stk. blandaðir kjúklingabitar
2 msk. olía til steikingar
1-2 msk. smjör
150 g beikon, gróft skorið
u.þ.b. 10 perlulaukar
2-3 dl púrtvín
200 g sveskjur
sjávarsalt og nýmalaður pipar

%Bold: Kryddlögur
1 laukur, fínt skorinn
1-2 gulrætur, skornar í sneiðar
3-4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
2-3 greinar ferskt tímían
lárviðarlauf
4-5 dl rauðvín
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Útbúið kryddlöginn og látið kjúklingabitana liggja í honum í kæli yfir nótt. Veiðið bitana upp úr kryddleginum og þerrið þá vel með eldhúspappír. Hitið olíu og smjör í stórum potti og steikið beikonið þar til það er stökkt, veiðið það síðan upp úr fitunni og setjið til hliðar. Brúnið kjúklingabitana í nokkrum skömmtum upp úr fitunni og setjið til hliðar. Steikið því næst perlulaukinn þar til hann hefur brúnast fallega. Sigtið grænmetið frá kryddleginum en takið timíangreinarnar og lárviðarlaufið frá til þess að nota áfram. Raðið kjúklingabitum í pottinn og hellið kryddleginum út í ásamt púrtvíni, timíangreinum og lárviðarlaufi. Látið malla undir loki í u.þ.b. 1 ½ klst. Þegar um 20 mín. eru eftir af eldunartímanum er sveskjum bætt út í og þær látnar malla með. Bragðbætið með salti og pipar eins og þarf. Berið fram t.d. með hrísgrjónum og góðu brauði.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir og Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Kristinn Magnússon
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Nokkur góð pottréttaráð
– Ef hráefni festist í botninum á pottinum er gott að setja svolítið vatn (2-3 msk.) í botninn til þess að ná öllu góða bragðinu í réttinn.
– Með pottréttum er nauðsynlegt að bera fram gott brauð, t.d. súrdeigsbrauð. Það er sérstaklega hentugt til að ná upp öllu góðgætinu af disknum.
– Yfirleitt er byrjað á því að brúna grænmeti og kjöt í potti og síðan er pottrétturinn látinn malla á vægum hita. Þetta er hægt að gera á eldavélarhellunni en það er mjög þægilegt að láta pottrétti malla í ofni á 180°-200°C. Þá er nauðsynlegt að nota potta sem þola að fara inn í ofn.
– Þegar beikon er notað í pottrétti er gott að kaupa það í heilum klumpi, óskorið, því gott er að skera það í grófa bita. Það fæst stundum í stórmörkuðunum en yfirleitt er hægt að verða sér úti um slíkt hjá kjötkaupmönnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -