Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

Heilgrilluð klausturbleikja með aioli-sítrónudillsósu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við eigum að vera dugleg að nota fiskinn á grillið, bæði er hann hollur og einstaklega ljúffengur grillaður. Það er alveg eins hægt að grípa með sér fisk á leiðinni heim eins og kjöt. Kryddlegið kjöt í pakkingum, tilbúið til eldunar á grilli, er oftar fyrir augunum á okkur í búðunum á vorin en fiskurinn. Það er sáraeinfalt að grilla hann.

 

Heilgrilluð klausturbleikja með aioli-sítrónudillsósu
fyrir 4

1 tsk. paprikuduft
1 tsk. þurrkað rósmarín
1 msk. fersk steinselja
1 tsk. þurrkað dill
½ tsk. salt
1 tsk. malaður pipar
1 meðalstór bleikja, um 500 g
1 msk. smjör,
1 sítróna, í sneiðum
1 msk. saxað ferskt dill, má vera önnur kryddjurt
3-4 sítrónur í þykkum sneiðum

Hitið grillið á meðalhita. Blandið öllu kryddinu saman og setjið í plastpoka ásamt fiskinum. Hristið pokann vel svo að kryddið blandist og festist vel á fiskinn.

Takið fiskinn úr pokanum og skerið aðeins upp í beinagarðinn svo að fiskurinn opnist aðeins betur, smyrjið hann að innan með smjöri og setjið 2-3 sneiðar af sítrónu og saxað dill inn í hann. Raðið sítrónusneiðunum á grillið og setjið fiskinn ofan á.

Grillið í u.þ.b. 8 mínútur á hvorri hlið. Berið fram með sósunni og salati eða kartöflum.

- Auglýsing -

Aioli-stríónudillsósa

2 hvítlauksgeirar
1 tsk. dijon-sinnep
2 stórar eggjarauður eða 3 litlar, við stofuhita
1 msk. dill, saxað
2 ½ dl avókadóolía eða ólífuolía
4 msk. sítrónusafi
smakkið til með salti og pipar

Setjið hvítlauksgeira, sinnep, eggjarauður og dill í matvinnusluvél og maukið í um 10 sek. Bætið olíunni rólega saman við meðan hrært er áfram, þetta tekur um 2 mínútur.

- Auglýsing -

Þegar sósan hefur þykknað bætið þá sítrónusafa við og smakkið til með salti og pipar. Munið að stoppa vélina annað slagið og skrapa niður úr hliðunum og setja vélina svo aftur af stað.

Geymið í að minnsta kosti 30 mín. í kæli áður en sósan er borin fram.

Stílisti / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -