Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Heimalöguð tómatsúpa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimalöguð tómatsúpa

Hráefni:
2 gulrætur
2 sellerístangir
2 meðalstórir laukar
2 hvítlauksgeirar
ólífuolía
2 kjúklinga- eða grænmetisteningar
2 x 400 g dósir af plómutómötum
6 stórir þroskaðir tómatar
½ búnt af ferskri basilíku (15 g)

Aðferð:
1. Skrælið og skerið gulræturnar í sneiðar. Skerið selleríið og saxið laukinn gróflega. Fjarlægið hýðið af hvítlauknum og skerið í sneiðar.

2. Hitið tvær matskeiðar af olíu á stórri pönnu á miðlungs hita, bætið hráefninu á pönnuna og eldið síðan með loki í 10 til 15 mínútur, eða þar til grænmetið er orðið mjúkt.

3.Myljið teninga í könnu, setjið 1,5 lítra af sjóðandi vatni yfir og hrærið þar til allt hefur blandast saman. Bætið soðinu á grænmetispönnuna með niðursoðnum og ferskum heilum tómötum. Hrærið vel í og ​​látið suðuna koma upp, lækkið síðan hitann og sjóðið í 10 mínútur með loki á. Á meðan skaltu finna til basilíkublöðin þín.Takið pönnuna af hitanum. Kryddið eftir smekk með sjávarsalti og svörtum pipar og hrærið síðan basilíkublöðunum saman við súpuna.

4. Notaðu töfrasprota til að blanda súpuna þar til hún er orðin mjúk og laus við kekki. Smakkaðu til með kryddi og berðu fram með góðu brauði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -