Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Heit sælkera ostaídýfa í partíið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þessi ídýfa er tilvalin til að bera fram með snakki. Mjög sniðugur og gómsætur réttur sem passar einkar vel í Eurovision-partíið í kvöld.

400 g rjómaostur
8 sneiðar beikon, steikt og skorið í litla bita
1 dós sýrður rjómi, 18 %
3-4 msk. jalapeno
100 g cheddar-ostur
50 g mozzarella-ostur
½ blaðlaukur, saxaður
grilluð paprika í krukku, söxuð

Ostarasp – ofan á

½ pakki Ritz-kex, mulinn smátt
50 g parmesanostur, rifinn
3 msk. bráðið smjör

Hitið ofninn í 180°C. Setjið rjómaostinn í skál og hrærið hann þar til hann verður mjúkur. Blandið öllu hinu saman við og hrærið vel. Setjið í eldfast mót. Blandið því sem á að fara ofan á saman og dreifið yfir. Bakið í 20 mín. eða þar til raspið er orðið gullið að lit. Berið fram með snakki eða snittubrauði

Það er líka hægt að nota ferskt jalapeno. Þá er það fræhreinsað og saxað. Það ferska er stundum bragðminna en það sem við erum vön úr krukkunum og þarf því meira af því. Best er að smakka ferskt jalapeno til að athuga hversu sterkt það er áður en það er notað í réttinn.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -