Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Himneskt karamellu- og heslihnetustykki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sælgæti í hollari kantinum.

Karamellu- og heslihnetustykki
12-16 stk.
130 g haframjöl
120 g kókosmjöl
120 g möndlumjöl
15 stk. döðlur, lagðar í bleyti í 5-10
mín.
1 tsk. vanilludropar
50 g smjör, bráðið
300 g heslihnetur, ristaðar og saxaðar

Hitið ofninn í 160°C. Blandið haframjöli, kókosmjöli, möndlumjöli, döðlum, vanilla og smjöri í matvinnsluvél og blandið í 3-4 mín., eða þar til allt hefur samlagast vel og blandan er orðin að deigi. Setjið í form sem er um 20×30 cm stórt, setjið bökunarpappír á botninn og þrýstið deiginu vel á botninn. Bakið í 25 mín.

Útbúð karamelluna á meðan botninn bakast í ofninum. Þurrristið hneturnar á pönnu og saxið. Dreifið hnetunum yfir botninn og hellið karamellunni jafnt yfir allt saman. Skerið í jafnstór stykki þegar kakan hefur kólnað.

Karamella
80 g hrásykur
1 tsk. fræ úr einni vanillustöng
250 ml hlynsíróp
50 g smjör, í bitum

Setjið sykur, vanillu og síróp í pott og hitið saman yfir frekar háum hita. Látið malla í 5 mín. og setjið þá smjörið saman við og hrærið vel. Takið af hellunni. Karamellan á að þykkna örlítið en ekki verða seigfljótandi.

Mynd / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -