Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hollari útgáfa af góðgæti í saumaklúbbinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við fengum íþróttakonuna Telmu Matthíasdóttur til að gefa okkur nokkrar uppskriftir að hollari útgáfu af tilvöldum réttum í saumaklúbbinn – nú, eða við hvaða tilefni sem er.

Saltkringlukonfekt
12 stk.

Saltkringlukonfekt.

Botn:

60 g dökkt súkkulaði
10 g kókosolía

Aðferð:
Bræða yfir vatnsbaði
Botnfylla lítil sílíkonform og kæla

Fylling:

15 mjúkar döðlur
1 msk. sykurlaust síróp
2 msk. Hazelnut butter (hnetusmjör)
1 msk. kókosolía
Ögn af karamellu-stevíu

- Auglýsing -

Aðferð:

Þeyta í matvinnsluvél þar til verður að þéttri karamellu
Setja ofan á botninn og frysta

Hjúpur:

- Auglýsing -

1 Atkins-súkkulaði Fudge caramel
3 msk. rjómi

Aðferð:

Bræða saman í potti
Toppa alla molana með mjúkri karamellunni
Pressa míni-saltkringlur ofan á og
Strá saltflögum yfir

Reese´s-kubbar

Reese´s-kubbar.

20 g kókosolía
80 g hnetusmjör
100 g sykurlaust súkkulaði
4 dropar karamellu-stevía

Aðferð:

Bræða allt í potti við vægan hita og taka af hellunni.
Bæta við 2 bollum af Kínóa puffs og blanda vel saman.
Þjappa í form 18 x 26 cm og frysta.

Kremið:

2 meðalstór avókadó
1/3 bolli hnetusmjör
4 msk. kakóduft
2 msk. Choco Hazel (sykurlaust súkkulaðismjör)
1 msk. kókosmjólk
1 msk. sukrin melis ( sykurlaus flórsykur)
2-3 tsk. vanilludropar
6 dropar karamellu-stevía
salt

Aðferð:

Þeyta vel saman og smyrja yfir botninn
Frysta og skera í sneiðar áður enn borið er fram

Saltkaramellumolar

Saltkaramellumolar.

Saltkringur
1 ½ bolli mjúkt hnetusmjör

Aðferð:

Raða saltkringlunum í botninn á smelluformi sem er 24 x 24.
Bræða hnetusmjörið í potti við vægan hita og hella yfir saltkringlurnar.
Frysta á meðan karamellan er gerð.

Karamella:

30 g smjör
2 dl rjómi
3 msk. sykurlaust síróp

Aðferð:

Hita allt í potti í 30 mín. við miðlungshita og hræra stöðugt í á meðan.
Hella karamellunni svo yfir hnetusmjörið og strá salthnetum yfir og frysta.

Hjúpur:

200 g súkkulaði, dökkt og gott
2 msk. kókosolía

Aðferð:

Bræðið yfir vatnsbaði.
Taka nammið úr frysti og hella helmingnum af hjúpnum yfir og frysta í 10 mín.
Taka úr forminu og hvolfa á skurðarbretti og skera í litla bita.
Hella restinni af hjúpnum yfir og kæla.

Myndir og uppskriftir / Telma Matthíasdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -