Súpur, salöt, sætindi í hollari kantinum, þeytingar, fróðleikur, nýjungar og fjölbreyttir linusbaunaréttir. Þetta er meðal þess sem þú finnur í nýjasta Gestgjafanum. Hollur matur sem gefur ekkert eftir hvað bragð varðar er í aðalhlutverki í þessu blaði.
Í blaðinu er að finna veglegan og fallegan þátt sem er tileinkaður salötum. Við elskum næringarrík og litrík salöt sem henta vel sem góður kvöldverður eða til að grípa með sér sem hádegismat í vinnu eða skóla.
Einnig gefur við uppskriftir að góðum og nærandi súpum sem gefa yl í kroppinn, meðal annars graskerssúpu með brauðteningum og chili-olíu og núðlusúpu með stökku tófú og kóríander.
Við skoðum stefnur og strauma og nýjungar í matarheiminum. Auk þess fáum við þrjá sérfróða einstaklinga um mat og drykk til að spá um hver verði ríkjandi á árinu 2021.
Gísli Matt, matreiðslumeistari og veitingamaður, Helena Gunnarsdóttir, matarbloggari, og Sigrún Þormóðsdóttir, viðskiptastjóri VAXA og framreiðslumeistari, gefa sitt álit.
„Einnig held ég að fólk muni verða enn meðvitaðra um umhverfismál þegar það neytir matar.“
„Fólk mun vilja fá skemmtilegar matarupplifanir heim til sín, hvort sem það er í formi heimsendingar á tilbúnum mat eða mat til að elda og setja saman eftir leiðbeiningum. Einnig held ég að fólk muni verða enn meðvitaðra um umhverfismál þegar það neytir matar,“ segir Gísli meðal annars.
Í blaðinu finnur þú fjölbreyttan fróðleik. Við förum til að mynda yfir hvaða pönnur er gott að eiga í eldhúsinu en þar skipta gæðin miklu máli.
Fræ og hnetur – þessi hráefni eru stútfull af góðri næringu og við gerum þeim hátt undir höfði í þessu blaði þar sem þú finnur fjölbreyttar uppskriftir þar sem notaðar eru fjölbreyttar tegundir af hnetum og fræjum.
Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.