Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Hrikalega góð hreindýralund með rauðvínssósu og steinseljurótarmús 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hreindýr er hreint lostæti og því frábær jólamatur hvort sem er á aðfangadag eða aðra hátíðardaga. Hreindýrakjöt er fremur auðvelt að meðhöndla og elda og villibragðið gerir það mjög hátíðlegt og spennandi kost. Meðlætið er ekki síður mikilvægt en rótargrænmeti passar t.d. vel með því og svo er alltaf gott að hafa eitthvað grænt eins og baunir eða brokkólí. Sósan er líka mikilvæg eins og alltaf hjá Íslendingum. 

Hér er uppskrift að dásamlegri hreindýramáltíð þar sem meðlætið er steinseljurótarmús með truffluolíu og strengjabaunum í balsamediki. Góð heindýralund ætti að bráðna í munni og hér er hún borin fram með rauðvínssósu. Auðvitað er hægt að bara annað meðlæti fram með steikinni.

Hreindýralund

1 hreindýralund
2 msk. olía
salt og pipar eftir smekk

Hitið ofninn í 200°C. Saltið og piprið steikina og steikið á báðum hliðum við háan hita, 2 mín. á hvorri hlið. Setjið í ofninn í 6-7 mín. Látið hvíla í nokkrar mínútur áður en steikin er skorin.

Rauðvínssósa

5 stk. beikon, skorið gróft
2 stk. skalotlaukur
2 dl rauðvín
balsamedik
300 ml villibráðarsoð
1 msk. kornsterkja, blönduð saman
við 2 msk. vatn
2 msk. smjör

Steikið beikon og lauk saman á pönnu þar til beikonið er orðið stökkt. Hellið þá soði, rauðvíni og balsamediki út á pönnuna. Látið sjóða niður um helming. Sigtið lauk og beikon frá og þykkið með kornsterkjunni. Smakkið til með villibráðarkryddi og rauðvíni.

- Auglýsing -

Setjið að síðustu smjör út í sósuna áður en hún er borin fram.

Steinseljurótarmús með truffluolíu

700 g steinseljurót, afhýdd og
skorin í grófa bita
50 g smjör
salt og pipar
100 g rjómaostur
2 msk. truffluolía

Sjóðið steinseljurótina, hellið vatninu af og setjið í matvinnsluvél ásamt
öllum öðrum innihaldsefnum. Smakkið til með salti og pipar. Skiljið 1 msk. eftir af truffluolíunni og dreypið yfir áður en músin er framreidd.

- Auglýsing -

Strengjabaunir í balsamikediki

appelsínudjús
granatepladjús (pomegranate-djús)
3 msk. smjör
2 msk. balsamedik
1 msk. hlynsíróp (maple)
2 tsk. rifinn appelsínubörkur
1 hvítlauksrif, maukað
salt og pipar
3-4 msk. trönuber

Gufusjóðið baunirnar í 8-10 mín. eða látið í pott og rétt látið suðuna koma
upp. Blandið öllu hinu saman á pönnu og setjið svo baunirnar saman við. Látið malla í nokkrar mínútur. Gott með nautakjötinu og hreindýrinu.

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir og Nanna Teitsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Heiðdís Guðbjörg

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -