Humarsúpa
Tilvalinn forréttur fyrir áramótaveisluna
Hráefni:
400 g humar í skel
2 msk ólífuolía
1 stk chili (smátt saxaður)
2 stk fennikur (saxaðar)
3 stk skalottlaukar (saxaðir)
1 ½ msk rifið engifer
1 ½ msk sítrónusafi
4 msk humarkraftur (fljótandi)
400 ml vatn
800 ml kókosmjólk
handfylli af kóríanderlaufi (saxað smátt)
salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
1. Skelflettið humarinn og leggið til hliðar. Steikið lauk, engifer, chili og fenniku þar til fennikan er orðin mjúk.
2. Bætið humarskeljunum út í ásamt sítrónusafa, vatni og humarkraftinum og látið malla við vægan hita í 25 mínútur.
3. Sigtið soðið frá og setjið aftur í pottinn. Hellið kókosmjólkinni út í og látið suðuna koma upp. Lækkið hita, bætið humarhölunum út í og kryddið með salti og pipar.
4. Stráið kóríanderlaufum yfir súpuna rétt áður en hún er borin fram.