Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Hvað er vegan vín?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við fyrstu sýn virðist sem lítið af dýraafurðum eigi að leynast í víni. En hver er raunveruleikinn?

 

Sá sem er „vegan“ (ekki er komið gott orð á íslensku hér) sneiðir algjörlega fram hjá öllum afurðum úr dýraríkinu og fer jafnvel alla leið í klæðnaði og fleiru í daglegu lífi. Þetta gildir að sjálfsögðu fyrir vín jafnt sem matvæli. Við fyrstu sýn virðist sem lítið af dýraafurðum eigi að leynast í víni, sem á jú að vera hreinn gerjaður vínberjasafi. En hver er raunveruleikinn?

Það hefur lengi vakið furðu að vín sé undanþegið því að bera innihaldsmerkingar þrátt fyrir að tilheyra flokki matvæla og drykkja sem hvað mest eftirlit er með. Það má samt fullyrða að lítið er um dýraafurðir í víni og þær koma þá eingöngu fyrir á síðasta stigi víngerðarinnar, þegar þarf að hreinsa síðustu agnir af geri eða öðru úr víninu.

Það er löng hefð fyrir því að nota eggjahvítu sem hefur þann eiginleika að draga að sér þessar agnir og falla til botns með þeim. Eggjahvítan hverfur svo úr víninu.

Sums staðar, og á afmörkuðu tímabili, notuðu sumir hlaup (úr dýraheila) eða blóð – það hefur verið bannað eftir að kúariðan kom upp, um heim allan.

Í dag nota víngerðarmenn mun frekar bentonít (leir) eða aðrar hlutlausar ólífrænar afurðir. Þar að auki er orðið skylda að það komi fram á miðanum með letri eða tákni ef eggjahvíta hefur verið notuð, því hún tilheyrir flokki ofnæmisvalda.

- Auglýsing -

Vegan fólk getur sem sagt lesið á miðana til að ganga úr skugga um hvort vínið er vegan eða ekki. Engin vottun er til, þannig að merkingar um vegan vín eru þægindi fyrir neytendur sem vilja velja, en það er alveg eins hægt að lesa á flöskumiða.

Umsjón / Dominique Plédel Jónsson og Eymar Plédel Jónsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -