Þegar boðið er til veislu er gott að hafa yfirsýn yfir það hversu mikið þarf að mat og drykk til að seðja gestina.
Freyðandi áramót
Árið 2019 er að renna í aldanna skaut og eflaust munu margir skjóta, ekki bara flugeldum heldur einnig kampavínstöppum á loft af því tilefni.
– Úr einni kampavínsflösku má hella í um 6 glös. Reikna má með 2-3 glösum í veislu sem stendur yfir í um 2 klst. en 1 ½ glasi ef vínið er notað sem fordrykkur.
– Úr venjulegri léttvínsflösku fást 5-6 glös og er reglan oftast sú að reikna með hálfri flösku á mann í matarveislu með sitjandi borðhald. Ef notað er bæði hvítvín og rauðvín í slíku boði er gjarnan reiknað með 2 glösum af hvítu og 1 ½ glasi af rauðu. Magnið fer samt svolítið eftir eðli veislunnar og gæti vel farið í 2/3 af flösku á mann. Ef boðið er upp á líkjör eftir matinn er gert ráð fyrir 15 glösum úr
– Úr 1 lítra af gosi má fá 5 glös og reikna má með 2-3 glösum á mann
Matarmagn í veisluna
– Reikna má með 200-250 g af beinlausu kjöti eða fisk á mann í aðalrétt.
– Af kjöti með beini, eins og svínakjöti, þarf 350-400 g á mann og ef um kalkún er að ræða er gott að gera ráð fyrir 400-450 g á gest.
– Af meðlæti má reikna með 150 g á mann þegar um er að ræða grænmeti, kartöflur og grjón.
– Gott er að miða við að hafa ½ – 1 dl á mann af sósu og 100-150 g af brauði á gest.
– Ef konfekt er í eftirrétt má reikna með 3-4 molum á hvern. Ef bjóða á upp á ís eða búðing er gott að miða við 2 dl á gest.