Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Hver er munurinn á glerglösum og kristals?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar kemur að vali á glösum er vert að vita muninn á kristal og gleri. Alla jafna eru kristalsglös álitin fínni en glerglös. Þau gefa frá sér sérstakt hljóð og endurkasta ljósi á skrautlegan hátt. Verðmiðinn á kristalsglösum er töluvert hærri en á glerglösum, en það er ekki eini munurinn. Það er ekki endilega á allra vitorði að öll kristalsglös eða kristall er gler en ekki allt gler er kristall. 

Gler

Gler er lífrænt efni sem er búið til úr kísil, sem fenginn er úr sandi, kalksteini og fleiri efnum. Hráefnin eru brædd við hátt hitastig. Gler finnst einnig í náttúrunni sem steind. Flest þekkjum við bergtegundina hrafntinnu sem er í raun er bræddur sandur sem hefur snöggkólnað án þess að mynda kristalla. 

Kristall 

Kristalsglös eins og við þekkjum þau eiga lítið sameiginlegt við kristalla eins og við þekkjum þá í náttúrunni. Raunar dregur kristall, í því samhengi, nafn sitt af ítalska orðinu „Cristallo“ sem var notað yfir mjög vandaðan glerblástur í Murano á Ítalíu.

Kristall er gler en frábrugðinn að því leyti að hann inniheldur viðbætt efni eins og blý-oxíð, kalíumkarbónat og baríumoxíð, sem eykur styrkleikann. Þannig að hægt er að vinna og móta glösin þynnra. 

- Auglýsing -

Endurvinnsla

Gler má endurvinna.

Kristalsglös er ekki hægt að endurvinna.

- Auglýsing -

Notkunargildi

Gler er mjög hentugt til varðveislu á matvöru og talið eitt hið besta þar sem smitun frá efnum glersins er lítil sem enginn. Annað má segja um kristal þar sem blý getur smitast út í matvöruna ef um langan geymslutíma er að ræða.

Verðmunur

Glerglös eru ódýrari en kristalsglös. Blöndunin sem gerð er við framleiðslu kristalsglasa felur í sér aukinn framleiðslukostnað. Önnur ástæða er upplifunin af meiri fágun og stíl í kristalsglösum, sem rekja má til þess handverks sem býr að baki. Auðveldara er að skreyta kristalsglösin og móta.

Þekktu muninn

Ein staðalímynd kristalsglasa er þegar óperusöngkonan nær með rödd sinni að brjóta slíkt glas. Engin raunveruleg dæmi eru til um slíkt.

Þekkja má muninn á tærleika glassins. Glerglös rispast, kristalsglös gera það ekki. Glerglös eru með þokukenndara gleri og þykkara. Kristalsglösin eru tær og efnablanda þeirra gerir það að verkum að þau endurkasta ljósi frá sér á skrautlegan hátt. Þrátt fyrir að styrkleiki kristalsblöndunnar sé meiri þá brotna kristalsglösin engu að síður, enda töluvert þynnri en glerglösin. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -