Indverskur matur heillar marga, enda bæði góður og hollur. Samsetning á kryddunum er gjarnan úthugsuð með tilliti til þess hvernig þau næra líkamann þar sem mikið af þeim kryddum sem Indverjar nota eru einnig lækningajurtir. Hér er einn spennandi réttur.
Lamb dopiaza
fyrir 6
1-1,2 kg beinlaust lambakjöt, má vera hvað sem er, lærvöðvar, eða dýrari biti eins og framhryggur
4 laukar
4 msk. olía eða gee
4 hvítlauksgeirar
1 msk. rifið engifer
1 msk. kumminduft
1 msk. kóríanderduft
1 tsk. túrmerik
½ tsk. chili-flögur
½ tsk. kardimommufræ, mulin í mortéli
4 negulnaglar
1 dós tómatar, saxaðir
180 ml hrein jógúrt (ein dós)
Skerið laukinn í tvennt og sneiðið hann niður. Setjið 2 msk. af olíu á pönnu og steikið hann við nokkurn hita þar til hann fer að brúnast, setjið til hliðar.
Saxið hina tvo laukana, hvítlauk og engifer fínt og steikið í afganginum af olíunni. Bætið nú þurrkryddum út í ásamt negulnöglum og steikið saman 1-2 mín. Hellið tómötum ásamt safa og jógúrt út í og látið nú réttinn malla í klukkutíma, 40 mín. undir loki og restina af tímanum án loks svo vökvinn minnki aðeins.
Setjið steikta laukinn ofan á rétt áður en þið berið réttinn fram.
Berið fram með hrísgrjónum og brauði.
Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir