Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Íslendingar elska marens!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Íslandi er varla haldin veisla án þess að skellt sé í marens.

Það er á hreinu að marens er mjög vinsæll á Íslandi. Hér eru dásamlegar vegan marenskökur.

Ég hef spurt þónokkra í kringum mig hvort þeir hafi orðið varir við marenskökur á ferðalögum sínum um heiminn. Svarið er eiginlega alltaf nei eða að það hafi alla vega ekki verið mjög áberandi. Því fór ég að velta fyrir mér hvort marensáhugi og -ást sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Um það er erfitt að fullyrða en það er alveg á hreinu að marens er engu að síður mjög vinsæll á Íslandi. Varla er haldin íslensk veisla án þess að skellt sé í marens og borin fram girnileg og gómsæt marensterta. Það var þessi einstaki áhugi landans á marens sem varð kveikjan að þessum marensþætti og við fórum alla leið!

Marens er mjög einföld kaka í eðli sínu en það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga til þess að hann heppnist vel og verður farið yfir þau hér í þættinum. Ég hef heyrt því fleygt að veðurfar hafi áhrif á marensgerð, mikill loftþrýstingur og raki séu t.d. ekki ákjósanlegar breytur. Það tekur stundum aðeins lengri tíma að baka marensinn ef mjög rakt er í veðri en það hefur ekkert úrslitavald. Franskar makrónur eru kannski það viðkvæmasta en það verður þó ekki fjallað um þær hér.

Til eru nokkrar tegundir af sætmeti sem eru með svipaða uppbyggingu og marens og er að mestu búið til úr eggjahvítum og sykri og ég mun fara yfir helstu tegundirnar ásamt þessum hefðbundna marens sem við þekkjum öll svo vel.

Nokkur góð marens ráð

    • Hafið skálina alltaf tandurhreina
    • Byrjið alltaf á því að þeyta eggjahvíturnar aðeins áður en sykrinum er bætt við
    • Hrærið aukahráefni alltaf mjög varlega saman við marensdeigið
    • Ef eggjarauða blandast saman við hvíturnar, veiðið hana upp með eggjaskurn. Prufið að
      þeyta, ef ekkert gerist, byrjið upp á nýtt og notið það gamla í ommeilettu.
    • 1 eggjahvíta er u.þ.b. 30-35 g
    • 1 dl af eggjavítum, samsvarar hvítu úr þremur eggjum
    • Hafið alltaf eggjahvíturnar við stofuhita
    • Geymið marens í lokuðum umbúðum
    • Mjúkir toppar:
      Þegar þeytaranum er stungið ofan í eggjahvítuhræruna, hann tekinn upp og snúið við, slútir marensinn aðeins niður.
    • Stífir toppar:
      Þegar þeytaranum er stungið ofan í eggjahvítuhræruna, hann tekinn upp og snúið við, stendur marensinn beint upp í loftið.

Fullt af skemmtilegum og gómsætum marensuppskriftun í kökublaði Gestgjafans! Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í eintak – enda uppselt hjá útgefanda!

Höfundur / Gunnar Helgi Guðjónsson
Stílsiti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -