- Auglýsing -
Jarðarberja- og rabarbarasulta er ný viðbót í St. Dalfour sultufjölskylduna en flestir þekkja þetta sultumerki á háu og fallegu krukkunum.
Hefð er fyrir því að blanda saman rabarbara og jarðarberjum enda fer súra bragðið í rabarbaranum vel saman við sæt jarðarberin, þetta er þó ekki blanda sem er algeng í sultum og því spennandi nýjung á markaðinn. Sulturnar frá St.Dalfour innihalda 100% ávexti eða ber, án viðbætts sykurs og eru því vegan.
Við hér á ritstjórn Gestgjafans prófuðum sultuna með ostum, á rjómabollur og á ristað brauð sem kom mjög vel út en það sem við fíluðum er einmitt að sultan er góð á bragðið án þess að vera dísæt. Þess má geta að þessar frábæru stultur fást í mörgum fleiri bragðtegundum.
