Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Jólablað Gestgjafans – veisla fyrir bragðlaukana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kokkar Gestgjafans fóru á kostum á dögunum í tilraunaeldhúsinu þegar þeir elduðu hvern veisluréttinn á fætur öðrum fyrir þetta glæsilega blað sem nú er að koma út. Kalkúnninn sem prýðir forsíðuna smakkaðist frábærlega og hægt að segja með sanni að þarna sé uppskrift að hinum fullkomna kalkún.

 

Að öðrum veislumat má nefna kryddlegnar andabringur, lambahrygg með kryddjurtahjúp, krónhjört með smjörsteiktu rósakáli, svínasíðu með krydduðum plómum og rib-eye-steik með furuhnetusalsa.

Einnig er uppskrift að ljúffengu sveppa-wellington og alls konar meðlæti sem passar bæði sem grænkeraréttir og til hliðar með steikunum.

Andabringur með Pomme Anna-kartöflum.

Eftirréttirnir eru heldur ekki af verri endanum ferkar en vant er og kokteilaþátturinn er jólalegur og hlýr.

Skemmtilegur þáttur um hvernig er hægt að hægt að búa til jólagjafir í eldhúsinu er líka í blaðinu og að auki margskonar fróðlegar greinar og viðtöl. Má þar nefna viðtal við frumkvöðlana Ragnar Atla Tómasson og Johan Sindra Hansen, stofnendur Jurtar, sem rækta og selja ferskt wasabi í stóru gróðurhúsi í nágreni Egilsstaða. Aðeins eitt annað fyrirtæki í allri Evrópu er í slíkri framleiðslu.

Svo sannarlega flott blað með fjölbreyttu efni sem við mælum með fólk næli sér í.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -