Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Jólalegt sætabrauð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil hefð er fyrir epla-strudel í Austurríki og Þýskalandi og bjóða flest kaffihús upp á þetta dásamlega sætabrauð. Þunnt stökkt deig með kryddaðri eplafyllingu, borið fram með vanillusósu eða ís, getur ekki klikkað. Margir halda að erfitt sé að búa til strudel en það er mikill miskilningur og tekur ekki langan tíma. Þeir sem elska epli, kanil og vanillusósu ættu því ekki að láta þessa fram hjá sér fara.

Epla-strudel með vanillusósu sem Bergþóra Jónsdóttir bakaði fyrir Gestgjafann. Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Epla-strudel með vanillusósu

Deig
80 ml volgt vatn
15 g olía
½ tsk. edik
1/8 tsk. fínt borðsalt eða sjávarsalt
145 g brauðhveiti
½ tsk. olía til að pensla með deigið með

Hitið ofninn í 190°C. Blandið saman vatni, olíu, ediki og salt í stóra skál. Blandið hveitinu saman við og hrærið. Bætið 1-2 msk. af hveiti saman við ef deigið loðir enn við hendurnar. Hnoðið deigið þar til það verður silkimjúkt og glansandi. Búið til kúlu úr deiginu og penslið með olíu og pakkið henni í plast og geymið í klst. við stofuhita.

Fylling
3 msk. ósaltað smjör
80 g brauðrasp
65 g sykur
½ tsk. kanill
4 msk. rúsínur
3 msk. romm eða volgt vatn
4 meðalstór epli
1 msk. sítrónusafi
1 msk. smjör

Bræðið smjör á pönnu og bætið brauðraspi saman við, hrærið vel þar til raspið brúnast . Hrærið í allan tímann og fylgist með svo hann brenni ekki við. Takið af hitanum og kælið. Blandið sykri og kanil saman og setjið saman við brauðraspið, setjið til hliðar. Látið rúsínurnar liggja í rommi eða vatni í u.þ.b. 10 mínútur. Flysjið eplin, fræhreinsið, skerið hvert epli til helminga og svo í þunnar sneiðar. Hellið sítrónusafa yfir svo eplasneiðarnar verði ekki brúnar. Hellið vökvanum af rúsínunum og setjið þær saman við eplin.
Fletjið deigið út á hveitistráð borð. Takið deigið upp með því að fara undir það með höndunum og lyfta því upp og teygja aðeins til, reynið að fá það eins þunnt og mögulegt er, það á að vera um 35 cm á breidd og 45 cm á hæð. Penslið deigið með smjöri og dreifið brauðmylsnunni yfir helminginn af deiginu og setjið eplafyllinguna yfir hana. Rúllið upp og byrjið þar sem fyllingin er. Látið samskeytin snúa niður og bakið í 30 mín.

Vanillusósa
125 ml mjólk
125 g rjómi
25 g sykur
fræ úr ½ vanillustöng
1 egg
1 eggjarauða

- Auglýsing -

Blandið mjólk, rjóma, sykri og fræjum úr vanillustöng saman í pott og hrærið saman við vægan hita. Takið af hellunni. Pískið saman egg og eggjarauðu í skál og hellið síðan vanillurjómablöndunni saman við og hitið yfir vatnsbaði. Hrærið stöðugt í blöndunni með písk og takið af hitanum þegar sósan fer að þykkna, þá er hún tilbúin. Þetta tekur u.þ.b 5-7 mín. Berið fram með eplalengjunni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -