Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Kanntu að sjóða egg?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir hafa sterkar skoðanir á því hvernig þeir vilja hafa eggin sín soðin en vita ekki alveg hvaða suðutími er bestur.

Flestum þykir ekkert tiltökumál að sjóða eitt lítið egg og í raun er það ekkert mál, bara vatn í pott og sjóða í nokkrar mínútur. Margir hafa sterkar skoðanir á því hvernig þeir vilja hafa eggin sín soðin en vita ekki alveg hvaða suðutími er bestur. Við hér á Gestgjafanum ákváðum því að sjóða nokkur egg og skoða eldun þeirra á nokkurra mínútna millibili og mynda útkomuna svo þið lesendur góðir getið notið góðs af og soðið ykkur fullkomið egg.

Eggjasuða

Setjið vatn í lítinn pott og saltið aðeins vatnið, það herðir skurnina og kemur í veg fyrir að eggin springi. Látið suðuna koma upp og setjið eggin varlega út í með skeið og lækkið aðeins hitann. Stillið strax klukku til að fylgjast með tímanum.

Þegar eggið hefur soðið í þann tíma sem hentar ykkar smekk takið það þá upp úr og setjið í skál með ísköldu vatni þannig að suðan á egginu hætti. Ef egg springur á meðan á suðu stendur má setja edik út í vatnið það hjálpar til við að binda saman skurnina þannig að sem minnstur skaði verði. Mælingarnar hér að neðan eru miðaðar við meðalstærða á eggjum og því þarf ýmist að bæta við tímann eða minnka allt eftir stærð eggjanna, 30 sekúndur til 1 mínúta ætti að duga.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -