Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Kanntu brauð að baka?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er bæði einfalt og ódýrt að baka brauð auk þess sem nýbakað heimagert brauð er einfaldlega ómótstæðilegt. Lyktin af nýbökuðu brauði framkallar minningu hjá mörgum og færir oft mikla vellíðan. Það er því vel til fallið að kalla fram svolítinn hlýleika í þennan heim, bretta upp ermar, taka fram hveiti, vatn og ger og baka sitt eigið brauð.

 

Brauðgerðin hefst yfirleitt á því að gerið er leyst upp í volgum vökva sem síðan er settur í deigið, því næst er þurrefnunum bætt við og öllu er svo hnoðað vel saman. Mikilvægt er að hnoða deigið vel, helst í höndunum, til að glútenið komi fram. Því betur sem deigið er hnoðað verður það léttara og hefast betur. Hveiti er mismunandi að eiginleikum og magn vökva í uppskriftum getur verið aðeins misjafn.

Best er að láta deigið lyfta sér á hlýjum stað í þann tíma sem gefinn er upp í uppskriftinni sem farið er eftir. Að lokum er brauðið mótað í hleif, bollur eða sett í mismunandi form og látið lyfta sér aftur áður en það er bakað. Brauðbakstur tekur tíma en mikill hluti fer í að bíða eftir að deigið hefist og bakist.

Hér eru nokkur góð gerbakstursráð fyrir þá sem vilja verða enn betri í brauðbakstrinum.

-Reynið að nota uppskriftir sem innihalda ekki of mikið af geri. Brauð með stuttum hefunartíma verður líklega ekki gott og gerbragðið getur auðveldlega orðið yfirgnæfandi.

-Til að fá skorpu á brauðið er ráð að spreyja vatni úr spreybrúsa þrisvar sinnum yfir brauðið í ofninum fyrstu 10 mínúturnar af bökunartímanum.

- Auglýsing -

-Mjög gott er að leggja plastfilmu yfir skálina meðan deigið hefast til að ekki myndist húð á því, einnig er gott að leggja rakt viskastykki yfir.

-Hægt er að nota þurrger í staðinn fyrir ferskt pressuger í mörgum uppskriftum. Oftast er gerið hrært út í vökvann  sem er hitaður í 37 gráður. Það er gert til að gerlarnir sem eiga að lyfta deiginu vakni.

-10 g ferskt pressuger = 2 tsk. þurrger sem er hæfilegt magn til að lyfta 225 g af hveiti. Mikilvægt er að passa upp á hitann því of heitur vökvi drepur gerlana og brauðið getur því fallið. Það þarf að vera hlýtt og gott í eldhúsinu, dragsúgur hefur áhrif á árangurinn og brauðið getur fallið.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -