Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Kjötsúpa með lambaskönkum og perlubyggi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjötsúpa er í augum margra dæmigerður íslenskur matur og er alltaf vinsæl, bæði hjá ungum sem öldnum. Algengast er að nota gulrófur, gulrætur og hvítkál í súpuna, annað hvort haframjöl eða hrísgrjón og bæta síðan þurrkuðum súpujurtum saman við.

Súpan er næringarík og saðsöm og hentar því einnig vel í útilegur og alla útvist og verður bara betri með hverjum deginum. Mikið er til af sniðugum boxum til að setja súpuna í og hita svo upp.
Ég ákvað að búa til kjötsúpu með lambaskönkum og hráefni eins og íslensku perlubyggi, perlulauk og kryddi sem ekki eru í þeirri hefðbundnu. Þetta kom ljómandi vel út. Kjötið og grænmetið var eldað í ofni en að sjálfsögðu má skella öllu saman í pott og útbúa súpuna á gamla mátann. Ef hún er elduð í ofninum er gott að nota pottjárnspott sem má fara í ofn.

Mynd / Hallur Karlsson

Kjötsúpa með lambaskönkum

fyrir 6-8

3 lambaskankar
2 msk. smjör
4 tsk. timían, þurrkað
2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. pipar
1,5 l vatn
60 ml fljótandi grænmetiskraftur, t.d. frá Tasty
1 búnt steinselja, saxað
8-10 perlulaukar, má vera annar laukur
4 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar
½-1 sellerírót, skorin í teninga
2 lárviðarlauf
250 g kartöflur að eigin vali, skornar í bita
salt og pipar

Hitið ofninn í 170°C. Steikið skankana í smjöri á pönnu eða í potti sem má fara í ofn í nokkrar mínútur. Kryddið með timíani og pipar og saltið. Hellið 200 ml af grænmetissoði í pottinn og setjið í ofninn í klst. Setjið grænmetið og kartöflurnar í pottinn ásamt steinselju og bakið áfram í 40 mín. Sjóðið perlubyggið í 15 mín. Takið pottinn úr ofninum og bætið afganginum af vatninu saman við ásamt perlubygginu. Hitið allt saman og bragðbætið með salti og pipar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -