Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Kjúklingabaka með sveppum og grænum baunum – Fullkomið í miðri viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við elskum bökur! Notið endilega afgangs kjúkling í réttinn og notið beinin í soð. Hægt er að gera eina stóra böku eða nokkrar litlar.

Ef afgangur verður af fyllingunni má gjarnan nota hana í súpu, þá bætið þið bara við vatni, salti og pipar og meira af grænmeti. Mjög fínt daginn eftir.

Kjúklingabaka með sveppum og grænum baunum

fyrir 5 – 6

3 – 4 plötur frosið smjördeig

½ grillaður kjúklingur skorinn í bita, annaðhvort keyptur grillaður eða eldaður heima
8 dl vatn
2 msk. bragðlítil olía
10 sveppir, skornir í báta
1 blaðlaukur, skorinn smátt, notið græna hlutann í soðið
2 stilkar sellerí, skorið smátt
1 lítill brokkólíhaus, smátt skorinn
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 tsk. timían
salt og pipar
3 msk. smjör
3 msk. hveiti
6 – 7 dl af kjúklingasoðinu
3 dl grænar baunir, frosnar
5 dl rjómi
2 msk. sítrónusafi og börkur af einni sítrónu
1 msk. gróft salt
1 – 2 tsk. svartur pipar, nýmalaður
1 egg til að pensla með
1 msk. timjan

Hitið ofninn á 180°C og takið út smjördeigið. Hreinsið kjúklingakjötið af beinunum, skerið í bita og geymið. Takið svo skinnið og öll beinin og setjið í pott ásamt vatninu og græna hlutanum af blaðlauknum. Sjóðið í 30 – 40 mínútur á miðlunghita og sigtið svo soðið.

- Auglýsing -

Hitið olíu á pönnu og steikið sveppina þar til þeir eru farnir að brúnast, bætið blaðlauk, selleríi, brokkólí og hvítlauk á pönnuna og steikið á miðlungshita í um 10 mín. Bætið við 1 dl af kjúklingasoðinu til að bleyta aðeins upp í grænmetinu. Setjið svo timían, salt og pipar saman við. Takið af hitanum og geymið í skál.

Á sömu pönnu á miðlungshita, án þess að þvo hana á milli, bræðið smjör og setjið hveitið saman við. Hrærið vel í og bætið kjúklingasoðinu við í smáum skömmtum og hrærið vel í á milli, það er gert til þess að fá kekkjalausa sósu. Þegar áferðin á sósunni er orðin eins og þykk súrmjólk, setjið þá steikta grænmetið, kjúklinginn og grænu baunirnar saman við. Látið krauma í dálitla stund og hellið rjómanum út í. Setjið að lokum sítrónusafann og börkinn út í. Látið vera á pönnunni þangað til kjúklingurinn er aðeins byrjaður að losna í sundur. Smakkið og bætið við salti og pipar ef ykkur finnst það vanta. Takið af hitanum, setjið á fat og látið kólna.

Skiptið blöndunni í nokkur lítil eldföst mót eða eitt stórt. Fletjið út smjördeigið þar til það er orðið helmingi stærra en það var og setjið ofan á mótið. Það er gott að pensla brúnirnar með egginu til að festa smjördeigið, penslið svo yfirborðið, skerið 2 raufar í það og stráið timíani yfir.

- Auglýsing -

Bakið í um 25 mínútur eða þar til deigið er orðið fallega gyllt á litinn.

Umsjón / Gunnar Helgi Guðjónsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Ljósmyndari / Hákon Davíð Björnsson

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -