Mánudagur 23. desember, 2024
-0 C
Reykjavik

Kjúklingur með eplasídergljáa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gaman er að leika sér með eplabragð og nota eplasíder í matreiðslu, áfengan eða óáfengan. Hér er uppskrift að góðum kjúklingi sem tilvalið er að gera um helgar eða þegar gesti ber að garði. Við setjum perlulauk og eplabita með honum í ofninn en til þess að fá smábit í meðlætið er gott að bíða með u.þ.b. helminginn af lauknum og eplunum og setja með þegar u.þ.b. 30 mín. eru eftir af eldunartímanum.

Kjúklingur með eplasídergljáa

fyrir 4

1 stór kjúklingur
rjómaosta- og hnetufylling (sjáuppskrift)
1 lítið epli, skorið í báta
2 msk. sítrónusafi
4-6 hvítlauksgeirar, afhýddir
1 msk. ólífuolía
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
1-2 epli skorin í grófa báta
10-12 rauðir perlulaukar, afhýddir

Hitið ofn í 190°C. Skolið kjúklinginn vel að utan og innan og þerrið með eldhúspappír. Losið skinnið varlega frá bringunum og leggjunum og setjið rjómaostafyllinguna undir skinnið eins mikið og hægt er án þess að rífa gat. Ef einhver afgangur er af fyllingunni er hún sett inn í fuglinn ásamt eplabitum sem hefur verið velt upp úr sítrónusafa, látið einnig hvítlauksgeirana inn í fuglinn.

Makið olíu utan á kjúklinginn og stráið ríflega af salti og pipar á hann. Ef tími er til er gott að láta kjúklinginn standa í kæli yfir nótt en þá er betra að sleppa saltinu þar til rétt áður en hann fer í ofninn. Notið grillpinna eða sláturgarn til þess að loka fuglinum vel.

Setjið hann í eldfast mót og raðið hluta af eplunum og lauknum í kring. Eldið í 1 ½ klst. Setjið restina af eplunum og lauknum saman við síðustu 30 mínúturnar af eldunartímanum. Penslið kjúklinginn með eplagljáanum þegar hann er tekin úr ofninum.

- Auglýsing -

Rjómaosta- og hnetufylling

1 dl valhnetur, saxaðar
150 g rjómaostur
50 g fetaostur, mulinn
2 msk. hunang
4-6 lauf fersk salvía, smátt söxuð
lauf af 2 tímíangreinum

Blandið öllu vel saman.

- Auglýsing -

Eplagljái

1 flaska (330 ml) Sommersbyeplasíder
1 msk. púðursykur

Setjið allt saman í pott og sjóðið þar til u.þ.b. ½ dl er eftir af vökvanum og blandan verður sírópskennd.

Ef kjúklingurinn er farinn að brúnast of mikið er gott að setja álpappír yfir hann, hluta eldunartímans. Til þess að sjá hvort kjúklingurinn er eldaður í gegn er gott ráð að stinga prjóni inn í hann á milli bringu og læris, ef vökvinn sem lekur út er glær ætti kjúklingurinn að vera fulleldaður.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -