Klassískar hnetusmjörssmákökur, einfaldar og góðar!
Hráefni:
1 bolli smjör (við stofuhita)
1 bolli hnetusmjör (gróft eða fínt)
1 bolli hvítur sykur
1 bolli púðursykur
2 stór egg
2 ½ bollar hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 ½ tsk matarsódi
Aðferð:
Blandið smjöri, hnetusmjöri og sykri saman í skál og bætið við eggjunum.
Í annari skál hrærið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti. Blandið rólega út í smjörblönduna og setjið deigið inn í ísskáp í 1 klst.
Rúllið deiginu í kúlur og setjið á bökunarplötur. Fletjið hverja kúlu út með gaffli.
Bakið við 190 gráður á blæstri í um það bil 10 mínútur eða þar til kökurnar verða gylltar að lit.