Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Klassískar uppskriftir af kremum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfir hátíðarnar eru ýmis konar krem stór hluti af góðgætinu sem við berum fram. Hér eru nokkrar pottþéttar uppskriftir að klassískum kremum sem njóta sín vel með hátíðarkræsingunum.

 

GLASSÚR

2 dl flórsykur
½ tsk. bragðlítil olía
1 msk. sítrónusafi eða vatn
1-2 dropar matarlitur, ef vill

Blandið öllu saman. Bætið við flórsykri eða vökva eftir því sem þarf til þess að fá kremið hæfilega þykkt. Gætið þess að setja aðeins örlítið af matarlit til þess að byrja með, það er betra að bæta við litinn smátt og smátt.

RJÓMAOSTAKREM

200 g rjómaostur, við stofuhita
50 g mjúkt smjör
½ tsk. vanilludropar
börkur af ½ sítrónu
u.þ.b. 500 g flórsykur (1 pakki)
2 msk. sítrónusafi

Hærið saman rjómaost, smjör, vanilludropa og sítrónubörk. Bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið vel. Setjið sítrónusafa út í og hrærið áfram þar til blandan er slétt og felld. Bætið flórsykri út í eða sítrónusafa ef þarf til þess að fá kremið hæfilega þykkt.

BRÚNT SMJÖRKREM

190 g smjör
1 ¼ dl kakó
6 dl flórsykur
¾ dl mjólk
1 tsk. vanilludropar
¼ tsk. skyndikaffiduft

- Auglýsing -

Blandið kakóinu og smjörinu varlega saman í hrærivél þar til vel samlagað. Bætið flórsykrinum og mjólkinni saman við í smáum skömmtum. Látið hrærivélina ganga hratt þegar allt er vel samlagað. Bætið þá vanilludropunum saman við ásamt kaffiduftinu sé það notað. Verði kremið of þurrt eða of lint má bæta við smávegis af mjólk eða setja meiri flórsykur.

SÚKKULAÐI-GANACHE

2 msk. smjör
250 g dökkt súkkulaði, gróft saxað
2 ½ dl rjómi

Bræðið smjör og setjið í skál ásamt súkkulaði. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Látið standa í 2 mín. og hrærið þá allt saman. Látið kremið kólna þar til það er hæfilega þykkt til þess að smyrja á kökuna.

- Auglýsing -

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Kristín Dröfn Einarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -