Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Klassískir og hátíðlegir forréttir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hátíðlegt er að bjóða upp á forrétti áður en jólasteikin er borin á borðið. Hér höfum við uppskriftir að þremur klassískum forréttum úr tilraunaeldhúsi Gestgjafans.

Laxatartar með eplaskífum
fyrir 4-6

300 g reyktur lax, skorinn í litla bita

200 g grafinn lax, skorinn í litla bita

2 skalotlaukar, fínt saxaðir

½ msk. ferskt dill, saxað

salt og pipar eftir smekk

- Auglýsing -

1 grænt epli

2 msk. laxa- eða silungahrogn (má líka nota kavíar)

Blandið báðum tegundum af laxi, lauk og dilli saman, blandið 2 msk. af sósunni út í. Látið bíða í eina klukkustund. Sneiðið nokkrar mjög þunnar skífur af eplinu, gott er að nota mandólín. Setjið svolítið af tartarblöndunni á 4-6 diska og raðið eplaskífum, u.þ.b. 3 á hvern disk, ofan á hann. Skiptið því sem eftir er af tartarnum á milli diskanna, ofan á eplin. Hellið sósu yfir tartarinn og örlítið yfir eplin og í kring á diskinn. Skreytið með laxahrognum og fersku dilli.

- Auglýsing -

Sósa

¾ dl góð olía

2 msk. sítrónusafi

örlítill sykur

salt og pipar

Hrærið allt saman í skál.

Hvítlaukssteiktir humarhalar
fyrir 4-6

Humar klikkar ekki.

Humar er afar einfalt að elda og hann er nánast alltaf góður. Það eina sem þarf að gera er að klippa hann að framan og hreinsa görnina úr. Á jólunum er skemmtilegast að nota stóran gæðahumar og þá má áætla 2-4 á mann í forrétt en fleiri ef þeir eru litlir, ef humarinn er lítill verður að elda hann skemur.

8 stórir humarhalar

4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

2-3 msk. smjör

1 dl steinselja, söxuð

hvítur nýmalaður pipar

sjávarsalt

2 sítrónur

Bræðið smjörið á pönnu, bætið hvítlauknum saman við og látið malla í u.þ.b. 30-40 sekúndur. Bætið humarhölunum út í og steikið í 2-3 mínútur eða þar til halarnir verða hvítir að lit. Sáldrið steinseljunni saman við og kryddið með pipar og salti og blandið öllu vel saman á pönnunni. Setjið á diska og berið fram með sítrónubátum og góðu snittubrauði.

Aspassúpa
fyrir 6

Aspassúpa er fullkominn forréttur.

30 g smjör

3 msk. hveiti

12 dl grænmetis- eða kjúklingasoð

2 aspasdósir (u.þ.b. 600 g samtals)

salt eftir smekk

pipar eftir smekk

2 dl rjómi, þeyttur

2 msk. söxuð steinselja (má sleppa)

Bræðið smjör í potti, hrærið hveiti út í þar til úr verður smjörbolla og þynnið síðan út með soðinu. Byrjið að setja 1 dl af soðinu og síðan smátt og smátt svo súpan verði vel samlöguð og fari ekki í kekki, bætið soðinu af aspasnum út í í restina. Sjóðið súpuna í 3-5 mín., bætið þá aspas út í og látið allt sjóða saman við vægan hita í 4-5 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið súpunni í diska og setjið rjómatopp á hvern disk. Fallegt er að skreyta ofan á með steinselju.

Nota má ferskan aspas í súpuna í staðinn fyrir aspas úr dós. Þá er neðsti hlutinn af stönglinum flysjaður létt, aspasinn skorinn í bita og soðin

Texti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Ljósmyndarar Birtíngs

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -