Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Klikkuð kaka með kaffibragði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kökur með kaffibragði eru óneitanlega svolítið notalegar. Maður þarf ekki að vera mikill kaffisvelgur til þess að kunna að meta mokkabragð í hnallþórunum

Marens með kaffikaramellu
fyrir 6-8

marensbotn
4 eggjahvítur
2 tsk. skyndikaffiduft
200 g sykur
salt á hnífsoddi
3 msk. kakó

ofan á
2 ½ dl rjómi, þeyttur
kaffikaramellukrem (sjá uppskrift neðar)
u.þ.b. 50 g pekanhnetur, gjarnan ristaðar

Hitið ofn í 140°C. Þeytið eggjahvítur og kaffiduft saman, bætið sykri saman við í litlum skömmtum og þeytið vel á milli. Setjið salt saman við og þeytið þar til blandan er stífþeytt og hreyfist ekki í skálinni sé henni hvolft. Bætið kakói varlega út í og setjið í bökunarklætt smelluform sem er 22-24 cm í þvermál. Bakið í 1-1 ½ klst., slökkvið þá á ofninum og látið marensinn kólna alveg inni í honum. Dreifið þeyttum rjóma og kaffikaramellusósu yfir botninn og látið gjarnan standa í kæli í nokkrar klst. þannig að botninn nái að mýkjast aðeins. Skreytið gjarnan með pekanhnetum eða súkkulaðispæni og berið restina af kaffikaramellusósunni fram með í skál.

kaffikaramellukrem
4 eggjarauður
150 g smjör
200 g sykur
1 espresso-bolli eða 4 msk. mjög sterkt kaffi
1 tsk. vanilludropar

- Auglýsing -

Setjið allt saman í pott og bræðið saman við meðalhita, gætið þess að hræra stöðugt í með píski þar til kremið þykknar. Látið kólna alveg.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -