Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Klístruð karamellukaka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karamellu kaka er eftirréttur sem slær í gegn hjá flestum. Kakan er yfirleitt borin fram með ís eða rjóma og volgri karamellusósu hellt yfir. Þessi uppskrift er alls ekki flókin og tekur aðeins um klukkustund að útbúa. Athugið að kakan er best volg svo gættu þess að sósan nái að bráðna örlítið inn í kökuna áður en ís eða rjómi er sett ofan á áður en þú berð fram.

Hráefni:

Kaka

1 bolli döðlur, steinalausar

1 bolli vatn

4 matskeiðar smjör, brætt

¾ bolli púðursykur

- Auglýsing -

2 egg

2 matskeiðar gullsíróp

¼ bolli melassi/dökkt síróp

- Auglýsing -

1½ bolli hveiti

2 tsk matarsódi

1½ teskeið lyftiduft

½ teskeið salt

Sósa

8 matskeiðar smjör

½ bolli púðursykur

¼ bolli gullsíróp

½ bolli melassi/dökkt síróp

¾ bolli þeyttur rjómi


Aðferð:

1. Forhitaðu ofninn þinn í 175 gráður. Smyrðu 20×20 cm kökuform og leggðu til hliðar.

2. Setjið döðlurnar í vatn í meðalstóran pott og látið suðuna koma upp. Þegar döðlurnar byrja að mýkjast skaltu taka þær af hellunni og láta kólna í um eina mínútu. Setjið döðlurnar í blandara og þeytið saman þar til blandan er orðin mjúk.

3. Þeytið saman smjör(brætt) með púðursykrinum saman í skál. Bætið eggjunum út í og ​​þeytið þar til blandan er orðin létt. Þeytið gullsírópið, melassann/dökkt síróp og döðlublönduna út í og blandið vel.

4. Í annarri skál blandið saman hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti.

5. Blandið blautu og þurru hráefninu saman. Bætið helmingnum af hveitiblöndunni út í döðlublönduna og þeytið þar til það hefur blandast að fullu. Bætið svo restinni af hveitinu saman við og blandið vel saman.

6.Hellið kökudeiginu í bökunarformið og bakið í ofni í um það bil 35 mínútur. Hægt er að stinga prjón í miðjuna á kökunni en ef hann kemur hreinn út er kakan tilbúin.

7. Á meðan kakan er að bakast er tilvalið að gera sósuna. Í meðalstórum potti, bætið smjöri, púðursykri, gullsírópi, melassa/dökkt síróp saman við og hrærið vel. Sjóðið saman þar til smjörið hefur bráðnað og suðan komin upp. Því næst blandið þið rjómanum út í.

8. Skerið kökuna og berið fram. Best er að taka kökuna úr forminu meðan hún er enn volg. Skerið í sneiðar og hellið karamellusósunni yfir. Berið það fram með vanilluís, þeyttum rjóma og/eða söxuðum pekanhnetum eða valhnetum.

Fyrir áhugasama má nálgast fleiri uppskriftir í nýju blaði Víns og matar

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -