Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Krydd við ýmis tækifæri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kanill er eitt þeirra krydda sem notað hefur verið í matargerð og til lækninga í þúsundir ára. Hér á landi tengjum við hann einna helst við grjónagraut og kanilsnúða en margir nota þó kanil meira yfir jólin.

Kryddkökur og eftirréttir þar sem hann kemur við sögu eru víða á borðum og svo er algengt að nota kanilstangir í skreytingar. Minna er um að hann sé notaður í ósæta rétti en það tíðkast víða um heim og þá oft í bland við önnur krydd. Í austurlenskri og afrískri matargerð, sem dæmi, er kanill notaður í karrírétti af ýmsu tagi, í rétti sem innihalda lamba- og kjúklingakjöt og hina ýmsu bauna- og kornrétti.

Þess má geta að kanill er unnin úr trjáberki úr tré sem heitir einfaldlega kaniltré (cinnamon tree). Stærsta framleiðsla kanils í heiminum er í Sri Lanka. Kryddið er búið til úr innri berki trjánna. Eingöngu þynnsti hluti hans er notaður og lagður í bleyti. Á meðan börkurinn er enn blautur er hann skorinn niður í 5-10 sentímetra langar ræmur og unninn úr honum kanill.

Sjá einnig: Myndband: Klassískir kanilsnúðar sem erfitt er að standast

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -