Krydduð súkkulaðikaka
Bakaðu hátíðarútgáfu af súkkulaðiköku – Bæði svampbotninn og smjörkremið er kryddað með engifer, kanil og múskat
Hráefni:
200 g smjör, skorið í teninga (auka til að smyrja formin)
200 g dökkt súkkulaði, saxað
200g ljós púðursykur
4 egg
250 g hveiti
50 g kakóduft
1 msk lyftiduft
1 tsk matarsódi
½ tsk sjávarsalt
1 tsk malað engifer
1 tsk malaður kanill
½ múskat, fínt rifinn
2-3 msk mjólk
Fyrir smjörkremið og skrautið
200 g smjör, mjúkt
500 g flórsykur
1 tsk mauk úr vanillustöng
½ tsk malað engifer
½ tsk malaður kanill
¼ múskat, fínt rifinn
Aðferð:
1.Hitið ofninn í 160C blástur. Hellið smjöri, súkkulaði og sykri í pönnu sem er stillt á vægan hita og hrærið þar til það hefur bráðnað saman. Takið af hellunni og látið kólna aðeins, bætið svo eggjunum við, einu í einu, þeytið vel á milli. Blandið hveiti, kakói, lyftidufti, matarsóda, salti og kryddi saman við. Ef deigið er of þykkt geturðu bætt mjólk smám saman við (allt að 3 msk) þar til deigið rennur auðveldlega af skeiðinni.
2. Skiptið deiginu jafnt á milli tilbúinna formanna og bakið í 25-30 mín þar til það hefur lyftist upp og teini sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út. Látið kólna í formunum í 5 mínútur, setjið síðan á grind og látið kólna alveg.
3. Fyrir smjörkremið, þeytið smjörið með þeytara þar til það er mjög mjúkt. Bætið flórsykrinum út í, einni skeið í einu, þeytið vel á milli þar til þú ert kominn með létt og mjúkt smjörkrem. Þeytið vanillu út í og blandið vel.
4. Settu einn af svampunum á kökudisk og smyrðu þykku lagi af smjörkremi ofan á. Leggðu hinn svampinn ofan á og endurtaktu með meira smjörkremi. Smyrjið restinni af smjörkreminu á hliðarnar á kökunni.
5. Setjið engifer, kanil og múskat í lítið sigti. Stráið ofan á kökuna.
Hér má lesa nýjasta tölublað Vín og matar