Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Kúrbítur er góður í súpur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þessi súpa kemur verulega á óvart því kúrbítur er frekar bragðlítið hráefni. En með því að blanda basilíku, hvítlauk og smávegis af pipar saman við hann er orðin til ljúffengur málsverður. Kúrbítssneiðarnar gefa súpunni aukna fyllingu.

Kúrbítssúpa með basilíku og steiktum kúrbítssneiðum  
fyrir 4

500 g kúrbítur
1 græn paprika
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
2 msk. olía til steikingar
400 g grænmetissoð
1 ½ grænmetisteningur
¼ tsk. cayenne-pipar
sjávarsalt
150 ml rjómi
2-3 msk. balsamedik
hnefafylli fersk basilíka, söxuð

Skerið kúrbít, papriku, lauk og hvítlauk í grófa bita. Hitið olíu í potti og steikið grænmetið í nokkrar mínútur. Búið til soð úr heitu vatni og grænmetiskrafti og hellið yfir grænmetið. Kryddið með cayenne- pipar og saltið með sjávarsalti.

Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur. Bætið þá rjómanum, balsamedikinu og hluta af basilíkunni saman við. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bragðbætið með sjávarsalti og balsamediki.

Kúrbítssneiðar (meðlæti með súpunni)

u.þ.b. 200 g kúrbítur
sjávarsalt
pipar
olía til steikingar

- Auglýsing -

Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar, bragðbætið með salti og pipar og steikið á báðum hliðum þar til sneiðarnar eru gullinbrúnar.

Fallegt er að setja sneiðarnar ofan á súpuna og strá saxaðri basilíku yfir áður en hún er borin fram. Eins er fallegt að dreypa ólífuolíu yfir eins og gert er á mynd.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Óli Magg

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -